Fréttir

Heysala til Noregs

Í tilkynningu frá Matvælastofnun frá 03.08.2018 kemur fram hvaða reglur gilda um heyútflutning til Noregs. Á síðustu vikum hafa starfsmenn RML tekið niður nöfn þeirra einstaklinga sem hafa hey til sölu, vilja flytja hey eða á einhvern hátt geta haft aðkomu að sölu á heyi til noregs. Listinn er birtur hér fyrir neðan og vonumst við að hann geti verið að gagni til þess að leiða saman aðila. Smelltu á fréttina fyrir nánari upplýsingar.
Lesa meira

Hollaröðun á yfirliti Selfoss 02.08.

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Brávöllum, Selfossi, fimmtudaginn 02.08.2018 og hefst stundvíslega kl 09.00. Byrjað er á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum með einstaka blönduðum hollum inn á milli.
Lesa meira

Kynbótasýning áætluð á Akureyri 30.júlí - 3.ágúst, fellur niður

Því miður náðist ekki lágmarksskráning kynbótahrossa á kynbótasýningu sem fyrirhuguð var á Akureyri dagana 30.júlí - 3. ágúst. Sýningunni hefur því verið aflýst.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á síðsumarssýningar er 10. ágúst

Minnum á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 20. til 24. ágúst og er búið að opna á skráningar. Sýningar verða á Gaddstaðaflötum við Hellu, Hólum í Hjaltadal og í Borgarnesi ef næg þátttaka verður. Sýning verður ekki haldin nema lágmarks fjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 10. ágúst.
Lesa meira

Fyrsta heymæling sumarsins

Samkvæmt upplýsingum frá Efnagreiningu ehf á Hvanneyri þá mun fyrsta heymæling sumarsins verða um mánaðarmótin júlí/águst og þurfa að sýni að berast fyrir 26. júlí. Önnur heymæling verður 23. ágúst (sýni þurfa að berast 5 dögum áður)
Lesa meira

Miðsumarssýning á Selfossi

Sýningin fer fram dagana 30. júlí til 2. ágúst; dæmt frá mánudegi til miðvikudags og yfirlitssýning á fimmtudegi 2. ágúst. Röðun knapa á dómadaga og í hópa/holl má nálgast í krækjum hér fyrir neðan. Alls eru 96 hross skráð til dóms á Selfossi.
Lesa meira