Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áformar að halda örmerkinganámskeið í janúar. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um leyfi til örmerkinga hjá Matvælastofnun, á grundvelli laga um velferð dýra. Námskeiðin verða haldin á tveimur stöðum verði þátttaka nægjanleg:
Egilsstaðir, fimmtudagur 17. janúar.
Hvanneyri, fimmtudagur 31. janúar.
Um er að ræða eins dags námskeið, bæði bóklegt og verklegt, u.þ.b. kl. 9:30-16:00. Námskeiðsgjald er kr 50.000,- með einni örmerkingablokk innifalinni í verði. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig til þátttöku hjá undirrituðum – í síðasta lagi fyrir föstudaginn 11.janúar næstkomandi:
Pétur Halldórsson, RML-Hvolsvelli: petur@rml.is / S: 516-5038 eða 862-9322.
Ath. að félagar í Bændasamtökum Íslands geta átt rétt á styrk úr starfsmenntasjóði BÍ.
ph/hh