Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur hafa nú verið greiddir í tvö ár samkvæmt reglugerð sem tók í gildi samhliða búvörusamningum árið 2017. Helsta breytingin frá því sem áður var, er að nú eru greiddir styrkir fyrir uppskorin tún (landgreiðslur) en ekki bara vegna ræktunar sem framkvæmd er á því ári (jarðræktarstyrkir). Þá breyttist það einnig að jarðræktarstyrkir eru nú greiddir vegna útiræktaðs grænmetis sem var áður ekki styrkhæf ræktun. Þá eru kröfur nú meiri um jarðræktarskýrsluhald í Jörð.is en áður var.
Samkvæmt upplýsingum frá Mast þá voru greiddar landgreiðslur fyrir 76.988 ha árið 2017 og 76.587 ha árið 2018. Jarðræktarstyrkir voru greiddir vegna 10.811 ha árið 2017 og 10.238 ha árið 2018.
Heildarflatarmál þess lands sem greiddir voru styrkir út á minnkaði því um tæpa 1000 ha, úr 87.799 ha í 86.825 ha. Það er enn nokkuð um að bændur hafi ekki sóst eftir þessum greiðslum og þá er einnig eitthvað um að ræktun falli ekki undir þær kröfur sem eru settar í reglugerð. Það má þó ætla út frá þessum gögnum að heildarflatarmál þess lands sem er í virkri nýtingu (ræktaðar eða uppskornar) sé ekki mikið meira en 90 þúsund hektarar.
Allar spildur sem njóta þessara styrkja eru hnitsettar. Á meðfylgjandi mynd má sjá ræktun og uppskorin tún árin 2017 og 2018.
bpb/okg