Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fyrstu niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðslunnar í nautgriparæktinni birtast í dag, en með þeim fyrirvara að enn hafa ekki allar skýrslur borist og tími til yfirferðar og leiðréttinga ef þörf krefur er ekki liðinn. Því er rétt að skoða þær niðurstöður sem hér birtast með það í huga.
Mestar meðalafurðir árið 2018 voru á búi Karls Inga og Erlu Hrannar á Hóli í Svarfaðardal, þar sem hver árskýr mjólkaði að meðaltali 8.902 kg. Næsta bú í röðinni var bú Brúsa ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal með 8.461 kg. að jafnaði eftir reiknaða árskú en þessi tvö bú hafa verið efst á þessum lista undanfarið. Þriðja búið núna er heldur ekki nýgræðingur á listanum, bú Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í Helgafellssveit, þar sem meðalafurðirnar reyndust 8.452 kg. eftir hverja árskú.
Listi yfir þau 10 bú sem efst standa skv. þeim upplýsingum sem liggja fyrir.
Bú - árslok 2018 Skýrsluhaldarar árskýr meðalnyt - kg/árskú
650231 Hóll Karl Ingi og Erla Hrönn 49,0 8.902
560112 Brúsastaðir Brúsi ehf 52,1 8.461
370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 26,6 8.452
350513 Hvanneyri Hvanneyrarbúið ehf. 72,2 8.289
660220 Syðri-Grund Félagsbúið 50,4 8.237
870909 Skáldabúðir Gunnbjörn ehf 60,4 8.223
860315 Hólmur Garðar Guðmundsson 62,0 8.192
460128 Hvammur Ólöf og Valgeir 46,1 8.187
870840 Reykjahlíð Búkostir ehf. 73,2 8.166
650926 Moldhaugar Þröstur Þorsteinsson 64,1 8.144
Hér fylgir listi yfir þær 10 kýr sem skiluðu mestu mjólkurmagni árið 2018 skv. þeim gögnum sem fyrir liggja:
Nythæsta kýrin árið 2018 var Randafluga 1035 í Birtingaholti IV í Hrunamannahreppi, sem mjólkaði 13.947 kg. á síðasta ári. Önnur í röðinni var kýr nr. 1038 í Hólmi í Austur-Landeyjum sem skilaði 13.736 kg. og hin þriðja var kýr nr. 848 í Flatey á Mýrum við Hornafjörð, en hún mjólkaði 13.678 kg. á nýliðnu ári.
Kýr Faðir Kg. mjólk Prótein % Fita % Bú
1035 Randafluga 0620 Boli u. Kastala 07003 13.947 3,13 4,17 871065 Birtingaholt 4
1038 05028 Vindill 13.736 3,24 4,53 860315 Hólmur
848 11021 Otur 13.678 3,16 3,69 770190 Flatey
482 06022 Kambur 13.521 3,41 3,94 660220 Syðri-Grund
1945 Drottning 1780 u. Kola 06003 13.481 3,46 4,13 871078 Birtingaholt 1
756 Krissa 06010 Baldi 13.142 3,26 3,97 560112 Brúsastaðir
2113 06019 Logi 13.018 3,53 4,25 651014 Hranastaðir
643 Rúna 12004 Tárus 12.897 3,22 4,03 650231 Hóll
278 Lóa 04041 Stíll 12.895 3,40 3,79 550178 Bakki
765 02003 Lykill 12.707 3,59 3,78 651005 Espihóll
sk