Fréttir

Kynbótasýningar 2018 og val kynbótahrossa á Landsmót

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2018 og er hún komin hér á vefinn undir Kynbótastarf/Hrossarækt/Kynbótasýningar. Opnað verður á skráningu á kynbótasýningarnar um miðjan apríl og nánar verður þá tilkynnt um skráningarfresti á einstakra sýninga.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum janúar

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegi þann 12. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 550 búum. Reiknuð meðalnyt 25.325,9 árskúa á þessum búum, var 6.234 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Ráðunautur í nautgriparækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut til að sinna fjölbreyttri ráðgjöf í nautgriparækt. Starfs- og ábyrgðarsvið: Starf í ráðgjafateymi RML og sérstaklega faghópi nautgriparæktar og fóðrunar. Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á fóðrun og kynbætur í nautgriparækt. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2017

Uppgjöri á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2017 er að mestu lokið en þetta er fyrr en verið hefur og munar þar helst um að skýrsluhald er forsenda allra greiðslna hjá þeim sem njóta stuðnings á grunni búvörusamninga. Þegar þetta er ritað í byrjun febrúar er þó enn eftir að ganga frá uppgjöri fyrir um 3500 ær sem hafa skráða burðarfærslu vorið 2017. Reiknaðar afurðir eru 0,6 kg minni á hverja kind en árið 2016. Munar þar eflaust mest um að gróður féll snemma og haustbeitin því ekki eins kraftmikil og árið á undan.
Lesa meira

Skýrsluskil í hrossarækt

Þegar þetta er ritað eru 445 aðilar búnir að skila skýrslum fyrir árið 2017 í „Heimarétt“ WorldFengs. Það er nokkur fjölgun frá árinu áður, þegar þetta form á skilum var fyrst tekið upp en þátttakan þyrfti að vera meiri.
Lesa meira

Öflun og hagnýting rekstrargagna á sauðfjárbúum

Síðasta vetur stóð RML fyrir átaksverkefninu „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Verkefnið var að hluta til fjármagnað með framlagi af fagfé sauðfjárræktarinnar og tóku 44 bú þátt af tæplega 400 sem var boðin þátttaka. Þessi 44 bú framleiddu ca. 5% af öllu lambakjöti í landinu en niðurstöður verkefnisins í fyrra voru kynntar á fagfundi að loknum aðalfundi LS síðasta vor og eins birtist yfirlitgrein um þetta í Hrútaskrá 2017-2018.
Lesa meira

Aukin þjónusta fyrir viðskiptavini RML

Frá og með 1. febrúar geta viðskiptavinir RML nálgast sína reikninga og yfirlit á heimasíðu RML. Reikningarnir verða undir flipanum Mínar síður efst til hægri á síðunni. Við stefnum að því að í nánustu framtíð verði öll okkar viðskipti pappírslaus og er þetta liður í þeirri vegferð. Þeir sem vilja pappírslaus viðskipti er bent á að senda beiðni á bokhald@rml.is eða fara inn á mínar síður og senda beiðnina þaðan.
Lesa meira

Staðfesting um breytingu á verðskrá

Samkvæmt staðfestingu Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins frá 11. janúar 2018 er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heimilt að innheimta að hámarki 7.500 kr. auk vsk. fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög, sbr. 15.gr. rammasamnings dags. 19. febrúar 2016 og 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga. Heimildin tekur gildi þann 1. febrúar 2018.
Lesa meira

Ársuppgjör afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni 2017

Niðurstöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum 2017 Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu einhverjum, en þó mismiklum upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 581 en á árinu 2016 voru þeir 575. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 26.352,1 árskýr skilaði 6.159 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira

Búseta í sveit - rafrænir vegvísar

Búseta í sveit efnið hefur nú fengið uppfærslu samkvæmt nýjum búvörusamningum og verklagsreglum þar að lútandi. Helstu breytingar hlutu bæklingarnir Ættliðaskipti, Kaup á almennum markaði, Að hefja nautgriparækt / mjólkurframleiðslu og Að hefja sauðfjárrækt. Er það von okkar að þeir skýri betur ýmis mál nýliða í búskap ásamt því að einfalda ættliðaskipti á búum.
Lesa meira