Fréttir

Skráningarfrestur framlengdur á miðsumarssýningu á Selfossi

Skráningarfrestur á miðsumarssýningu á Selfossi hefur verið framlengdur fram á miðnættis miðvikudagsins 18.júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.rml.is eða www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Allar frekari upplýsingar má fá í síma Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000 eða á heimasíðunni www.rml.is, þar eru t.d. leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið hross@rml.is.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum júní

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í júní hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegi þann 11. júlí, höfðu skýrslur borist frá 543 búum. Reiknuð meðalnyt 25.468,9 árskúa á þessum búum, var 6.343 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Markaður fyrir umframhey

Við viljum vekja athygli bænda á því að það er eftirspurn eftir heyi, hugsanlega innanlands en örugglega erlendis frá. Tengiliður bænda í Suður-Noregi hefur haft samband við RML og óskar eftir öllu því heyi sem íslenskir bændur kunna að hafa til sölu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta eða taka þátt í þessu verkefni mega endilega hafa samband við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur ráðunaut með tölvupósti á netfangið gha@rml.is eða í síma 516-5017.
Lesa meira

Yfirlýsing

Á síðustu mánuðum hafa birst ítrekað greinar eftir Jón Viðar Jónmundsson, fyrrverandi starfsmann RML og þar áður BÍ, þar sem vegið er að starfsfólki, félagskjörnum fulltrúum bænda og almennri starfsemi Bændasamtaka Íslands (BÍ) og Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Steininn tók þó endanlega úr þegar persónulegar svívirðingar af hendi Jóns rötuðu inn í bókina Þistil sem er nýútkomin saga samnefnds sauðfjárræktarfélags í Þistilfirði. Í ofangreindri bók er að finna ómaklegar og ósannar staðhæfingar í garð nafngreindra starfsmanna RML auk annarra aðdróttana og rakalauss þvættings. Þær eru höfundi hennar til mikillar minnkunar en auk þess er það óskiljanlegt að ritstjóri og útgefandi standi að útgáfu með þessum hætti. Rit sem ætlað var að segja merka sögu stendur fyrir vikið eftir án trúverðugleika. Stjórnir BÍ og RML lýsa yfir fullum stuðningi við starfsfólk sitt í þessu erfiða máli. Fyrir liggur að það hefur reynt verulega á marga og valdið tjóni. Mál er nú að niðurrifsstarfi linni svo að starfsfólk beggja félaganna geti notað alla sína krafta í þágu uppbyggingar og þróunar íslensks landbúnaðar. Samþykkt af stjórn BÍ þann 28. júní 2018 Samþykkt af stjórn RML þann 2. júlí 2018
Lesa meira

Sumarfrí

Í júlí eru margir af starfsmönnum RML í sumarfríi og því víða stopul viðvera á starfsstöðvum. Símsvörun verður opin eins og venjulega. Hægt er að ná sambandi við þjónusturáðunauta í síma 516-5000 milli kl. 8.00-12.00 og 12.30 – 16.00 alla virka daga. Þá má senda tölvupóst á netfangið okkar rml@rml.is og fyrir bókhald á bokhald@rml.is. Nánari upplýsingar um bein netföng einstakra starfsmanna má sjá á heimasíðu okkar.
Lesa meira

Lokað vegna landsleiks

Í tilefni af landsleik Íslands og Nígeríu verður skrifstofum RML lokað klukkan 14:30 í dag, föstudag. Áfram Ísland!
Lesa meira