Fréttir

Afkvæmarannsóknir 2017

Yfirlit yfir þær afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt sem teljast fullgildar og styrkhæfar samkvæmt þeim reglum sem fagráð í sauðfjárrækt hefur sett er nú aðgengilegt hér á vefnum. Að vanda fylgja niðurstöðum umsagnir ráðunauta þar sem athyglisverðir og efnilegir kynbótahrútar eru kynntir.
Lesa meira

Bændafundur á Ísafirði frestast

Fyrirhugaður bændafundur Bændasamtaka Íslands, sem átti að vera á Ísafirði í dag 16. janúar, frestast vegna slæmrar veðurspár. Nýr fundartími verður auglýstur síðar.
Lesa meira

Bændafundir dagana 16-18 janúar

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands halda til fundar við bændur nú í upphafi árs. Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir víðs vegar um landið dagana 16.-18. janúar. Fulltrúar RML verða með í för og þeir munu fara yfir starfsemi ráðgjafaþjónustunar og þær breytingar sem hafa orðið hjá fyrirtækinu og í umhverfinu.
Lesa meira

Dagatal RML

Dagatal RML er komið út og er þessa dagana að berast fólki. Að venju er þar minnt á ýmislegt sem snýr að búskapnum. Því miður slæddist leiðinleg villa í dagatalið en þar má sjá rangar upplýsingar um frídaga frjótækna dagana 14. og 16. apríl. Þessir frídagar áttu að vera skráðir á 30. mars og 1. apríl en það eru föstudagurinn langi og páskadagur. Vonandi mun þetta ekki koma að sök.
Lesa meira

Áburðarkaup

Áburðarkaup eru einn af stóru kostnaðarliðunum í rekstri kúa- og sauðfjárbúa. Áburðarsalar hafa nú birt framboð og verð á tilbúnum áburði. Framboð er nokkuð áþekkt milli ára þó nokkrar nýjar samsetningar sjáist á listum áburðarsala. Verð hafa hins vegar hækkað nokkuð milli ára. Mikilvægt er að bændur skipuleggi áburðargjöf sem best til þess að nýting fjármuna og aðfanga sé góð. Besta leiðin til þess að halda niðri áburðarkostnaði er líkt og oft hefur komið fram, góð og markviss nýting á búfjáráburði.
Lesa meira

Nyjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga og innlausnarvirði greiðslumarks

Milli jóla og nýárs voru gefnar út nýjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga, þ.e. almennan stuðning í landbúnaði, garðyrkju, nautgripa- og sauðfjárrækt. Ekki er um miklar breytingar að ræða á formi stuðnings milli ára og flestar breytingar eingöngu til þess að skerpa á eða skýra ákveðin atriði. Þó verður að geta þess að greiðslumark mjólkur er aukið um eina milljón lítra og verður 145 milljónir lítra á verðlagsárinu 2018. Varðandi stuðning í sauðfjárrækt koma ákvæði um fjárfestingastuðning til framkvæmda á þessu ári og við bætist einnig svokallaður býlisstuðningur.
Lesa meira

26% samdráttur í útsendingu hrútasæðis milli ára

Nú er lokið sæðingaverðtíðinni og er talsverður samdráttur í útsendingu sæðis milli ára. Alls sendu stöðvarnar út 33.200 skammta nú í desember en í desember 2016 voru þeir 45.000 og í desember 2015 voru 48.000.
Lesa meira

Bestu óskir um gleðileg jól...

...og farsælt komandi ár. Starfsfólk RML óskar ykkur gleðilegrar hátíðar með þökkum fyrir gott samstarf og viðskipti á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2017/18 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna auk fræðsluefnis. Þar má nefna grein um ávinning og notkun á SpermVital-sæði, upplýsingar um Tarfinn-kynbótaráðgjöf, afkvæmadóm nauta fæddra 2010, bréf frá bændum, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu mánuðum, holdanaut í dreifingu, naut með hæsta kynbótamat fyrir einstaka eiginleika,...
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum nóvember

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í nóvember hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegi þann 11. desember, höfðu skýrslur borist frá 547 búum. Reiknuð meðalnyt 24.785,6 árskúa á þessum búum, var 6.194 kg á síðustu 12 mánuðum og hafði hækkað um 35 kg. frá fyrra mánuð
Lesa meira