Fréttir

Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn

Afrekskýrin Braut 112 á Tjörn á Skaga hefur rofið 100 tonna múrinn í æviafurðum. Í lok febrúar s.l. hafði hún mjólkað 99.821 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 16,1 kg dagsnyt þann 25. febrúar. Það má því ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur þann 12. mars eða þar um bil. Braut 112 er fædd 12. september 2005, dóttir Stígs 97010 og Þúfu 026. Braut bar sínum fyrsta kálfi þann 23 .október 2007 og hefur borið níu sinnum síðan þá, síðast 12. febrúar 2017.
Lesa meira

Fagþing nautgriparæktarinnar 22. mars n.k.

Fagþing nautgriparæktarinnar verður haldið í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni verður fagþingið á Hótel Sögu í Reykjavík föstudaginn 22. mars og hefst kl. 12:30. Aðalfundur LK hefst á sama stað kl. 10:00 með skýrslu stjórnar og ávörpum gesta og umræðum en að loknum léttum hádegisverði því loknu tekur fagþingið við. Á dagskrá eru fjölmörg erindi þar sem m.a. verður fjallað um kynbætur, skýrsluhald og nautakjötsframleiðslu. Aðalfundur LK og fagþingið eru að sjálfsögðu opin öllum kúabændum og öðru áhugafólki um nautgriparækt.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur - umsóknarfrestur

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning fyrir framkvæmdum á árinu 2019. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars en í nautgriparækt er hann 31. mars (29. mars er föstudagur fyrir þá sem kjósa aðstoð RML). Smellið á fyrirsögn fyrir nánari upplýsingar.
Lesa meira

Dreki frá Hriflu og Mávur frá Mávahlíð verðlaunaðir

Á opnum fagráðsfundi í sauðfjárrækt sem haldinn var í Bændahöllinni föstudaginn 1. mars sl. voru m.a. veitt verðlaun til ræktenda þeirra sæðingastöðvahrúta sem skarað hafa frammúr. Sæðingastöðvarnar gefa verðlaunin en faghópur sauðfjárræktar hjá RML velur hrútana út frá árangri þeirra. Mávur 15-990 frá Mávahlíð var valinn besti lambafaðirinn og veittu þau Herdís Leifsdóttir og Emil Freyr Emilsson verðlaunagripnum viðtökur. Besti reyndi kynbótahrúturinn var valinn Dreki 13-953 frá Hriflu og tóku þau Vagn Sigtryggsson og Margrét Snorradóttir, bændur í Hriflu, á móti verðlaunum fyrir hann.
Lesa meira

Netspjall í gegnum heimsíðu RML

Nú er hægt að senda okkur stuttar fyrirspurnir beint í gegnum netspjallið á heimasíðu RML frá kl. 10-12 og 13-15 virka daga. Þetta er til viðbótar við þá nýjung sem við hófum um áramót að beint samband við ráðunaut fæst í aðalnúmerinu okkar 5165000. Netspjallið er góð viðbót og miðar að því að veita góða og aðgengilega þjónustu.
Lesa meira

Reiknivél vegna endurskoðunar sauðfjársamnings

Reiknivél vegna endurskoðunar á sauðfjársamningi 2019
Lesa meira