Fréttir

Starfsdagar 2018

Starfsdagar RML sem eru einskonar vinnufundur starfsmanna standa yfir dagana 14.-16. nóvember. Að þessu sinni eru þeir í Borgarnesi. Á starfsdögum koma allir starfsmenn fyrirtækisins samanog vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Þessa daga verður því erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma. Viðskiptavinum er bent á að senda tölvupóst sem verður svarað eins fljótt og auðið er eða í síðasta lagi strax eftir helgi. Aðalnúmerið okkar 5165000 er þó opið þessa daga og öllum símtölum verður svarað eftir bestu getu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok október - ný framsetning

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni nú í október hafa verið birtar á vef okkar. Ákveðnar breytingar hafa orðið og Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt kynnti þær í grein á bls. 45 í Bændablaðinu þ. 1. nóvember sl. og vísast til þeirrar greinar hér. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lesturinn að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga en þær höfðu ekki náð 100% þegar uppgjörið var reiknað.
Lesa meira

Kynbótamat sauðfjár

Kynbótamat fyrir gerð og fitu hjá sauðfé hefur verið uppfært samhliða vinnu við Hrútaskrá 2018-2019 og er núna aðgengilegt á Fjárvís. Niðurstöðurnar taka til sláturgagna frá því í haust og miðað við stöðu gagnagrunns mánudaginn 28. október sl. /eib
Lesa meira

Lambaþoni lokið

Um helgina fór fram Lambaþon sem er 24 klst keppni um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár. Keppnin var hnífjöfn en alls 6 lið tóku þátt. "Kynnum kindina" var sú hugmynd sem bar sigur af hólmi en hún gengur út á að kynna kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og að gefa ferðamönnum kost á að upplifa með auðveldum hætti ýmis störf í sveitum landsins sem tengjast sauðfé.
Lesa meira

Gríptu boltann!

Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stóðu í ágústmánuði fyrir fundaherferð með það markmið að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Á fundunum sem voru fjórir talsins, voru haldin erindi um markmiðasetningu og reynslu af nýsköpun, ásamt því að kynntir voru ýmsir sjóðir sem hægt er að sækja í þegar verið er að koma nýjum verkefnum af stað.
Lesa meira