Fréttir

Dreki frá Hriflu og Mávur frá Mávahlíð verðlaunaðir

Á opnum fagráðsfundi í sauðfjárrækt sem haldinn var í Bændahöllinni föstudaginn 1. mars sl. voru m.a. veitt verðlaun til ræktenda þeirra sæðingastöðvahrúta sem skarað hafa frammúr. Sæðingastöðvarnar gefa verðlaunin en faghópur sauðfjárræktar hjá RML velur hrútana út frá árangri þeirra. Mávur 15-990 frá Mávahlíð var valinn besti lambafaðirinn og veittu þau Herdís Leifsdóttir og Emil Freyr Emilsson verðlaunagripnum viðtökur. Besti reyndi kynbótahrúturinn var valinn Dreki 13-953 frá Hriflu og tóku þau Vagn Sigtryggsson og Margrét Snorradóttir, bændur í Hriflu, á móti verðlaunum fyrir hann.
Lesa meira

Netspjall í gegnum heimsíðu RML

Nú er hægt að senda okkur stuttar fyrirspurnir beint í gegnum netspjallið á heimasíðu RML frá kl. 10-12 og 13-15 virka daga. Þetta er til viðbótar við þá nýjung sem við hófum um áramót að beint samband við ráðunaut fæst í aðalnúmerinu okkar 5165000. Netspjallið er góð viðbót og miðar að því að veita góða og aðgengilega þjónustu.
Lesa meira

Reiknivél vegna endurskoðunar sauðfjársamnings

Reiknivél vegna endurskoðunar á sauðfjársamningi 2019
Lesa meira

Fræðsludagur í Skagafirði

Búnaðaðarsamband Skagfirðinga mun standa fyrir fræðsludegi föstudaginn 22. febrúar að Löngumýri í Skagafirði. Umhverfismál verða þar efst á baugi. Kolefnisspor og plastmengun er meðal þess sem verið hefur fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarið. Markmið fundarins er að skoða þessi mál útfrá sjónarhóli bænda og skapa umræðu um það hvernig megi bregðast við.
Lesa meira