Fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í apríl hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lestur að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var laust eftir hádegið þ. 13. maí 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 538 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 104 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.473,7 árskúa á þessum 538 búum var 6.209 kg
Lesa meira

Staðfesting um breytingu á verðskrá

Samkvæmt staðfestingu frá frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti frá 25. mars 2019 er Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heimilt að innheimta að hámarki kr. 8000,- auk vsk fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög, sbr. 15. gr. rammasamnings um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins dags. 19. Febrúar 2016 og 3. mgr. 3. gr. búnaðarlaga.
Lesa meira

Ráðunautur í nautgriparækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut til þess að sinna fjölbreyttri ráðgjöf í nautgriparækt. Starfs- og ábyrgðarsvið: Vinna í ráðgjafateymi RML. Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á fóðrun og kynbætur í nautgriparækt. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira

LOGN – Vel heppnaðir fundir á Mýrum og í Bárðardal

Kynningar- og vinnufundir fyrir verkefnið „Landbúnaður og náttúruvernd“ voru haldnir dagana 10. og 11. apríl sl. Fundirnir voru haldnir í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum og Kiðagili í Bárðardal. Voru fundirnir ágætlega sóttir og umræður líflegar. Tilgangur og markmið fundanna var að eiga samtal við bændur og að sækja efnivið í grasrótina til að nota í áframhaldandi greiningavinnu.
Lesa meira