Fréttir

Spildudagur í Skagafirði 16. ágúst

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heldur „Spildudag“ í Keldudal í Skagafirði föstudaginn 16. ágúst kl. 13:00-15:00. Spildudagurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á. Ekki þarf að greiða þátttökugjald en tilkynna þarf þátttöku gegnum slóðina hér að neðan. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 14. ágúst.Sagt verður frá áburðar- og loftunartilraun sem gerð er í Keldudal í sumar og hún skoðuð. Fjallað verður um dreifingu á tilbúnum áburði, eiginleika hans, mat á dreifigæðum og þætti sem hafa áhrif á þau. Vangaveltur um áburðargildi kúamykju og hvernig skuli haga dreifingu hennar svo nýting hennar sé sem best.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum 3.vika hollaröðun

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum hefst klukkan 08:00, fimmtudaginn 1. ágúst 2019. Sýningin verður að mestu með hefbundnu sniði en hefst á blönduðum flokki 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssna og endar á flokki elstu stóðhesta. Áætluð lok yfirlitssýningar er klukkan 15:15
Lesa meira

Skil vorgagna og útsending haustbóka

RML minnir sauðfjárbændur á að skila vorgögnum í sauðfjárrækt tímanlega. Staðan á skráningum núna um mánaðarmótin er sú að skráðar hafa verið rúmlega 230.000 burðarfærslur í gagnagrunn sem eru um 60% skil.
Lesa meira

Heysýnataka

Nú er að líða á sumarið vonandi hefur fóðuröflun gengið vel. Sumarið hefur verið nokkuð frábrugðið því sem við höfum vanist vegna töluverðra þurrka. Veðráttan hefur mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum.
Lesa meira

Hella - röð hrossa á yfirlitssýningu

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum hefst klukkan 08:00, föstudaginn 26.júlí 2019. Hér má sjá röðun hrossa
Lesa meira

Hólar- röð hrossa á yfirlitssýningu

Hér má sjá röð hrossa á yfirlitssýningu á miðsumarssýningunni á Hólum, föstudaginn 26.07. n.k. Byrjað verður stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum 1.vika hollaröðun

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum hefst klukkan 09:00, föstudaginn 19.júlí 2019.
Lesa meira

Yfirlit 1. viku miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning 1. viku miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. júlí og hefst kl. 9:00. Hefðbundin röð flokka; elstu hryssur til yngstu – yngstu hestar til elstu. Nánari röðun í holl og dagskrá verður birt svo fljótt sem verða má eftir að dómum lýkur á Hellu í kvöld”.
Lesa meira

Þrjú ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gærkvöldi og tók ákvörðun um að setja þrjú naut úr árgangi 2014 til notkunar sem reynd naut að lokinni keyrslu kynbótmats nú í júlí. Þessi naut eru Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði, undan Hjarða 06029 og Klaufu 248 Laskadóttur 00010, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði 2 á Skeiðum undan Legi 07047 og Birnu 805 Reyksdóttur 06040 og Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Hjarða 06029 og Önnu 506 Ófeigsdóttur 02016. Glöggir lesendur sjá strax að Kláus 14031 er hálfbróðir Bárðar 13027 að móðurinni til.
Lesa meira