Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Auðhumla hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að hætta tímabundið móttöku og mælingu á kýrsýnum, frumusýnum, gerlasýnum, fangsýnum og öðrum sýnum sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir.
Þetta er gert í samráði við aðgerðarhóp BÍ til að girða fyrir smitleiðir. Gildir þessi ráðstöfun meðan þetta ástand varir. Ekki verður tekið við sýnum hvorki í samlögunum né af bílstjórum. Þessi ráðstöfun tekur þegar gildi.
Ef upp koma neyðartilfelli þá endilega verið í sambandi við gæðaráðgjafa Auðhumlu.
Varðandi tengingu á fjölda kýrsýna við beingreiðslur þá er erindi í ráðuneytinu til úrvinnslu um að gefa undanþágu á fjölda sýna sem þurft hefur að uppfylla.
Þá er mikilvægt að huga vel að öllum smitvörnum og eigin heilsu. Farið varlega og vel með ykkur.
Bendum á upplýsingasíðu almannavarna um COVID-19 og síðu okkar um COVID-19 og landbúnað.
/gj