Fréttir

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2018

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2018 Það voru 75 bú sem uppfylltu skilyrði um styrkhæfa afkvæmarannsókn í sauðfjárrækt haustið 2018. Niðurstöður og umfjallanir um þær er að finn hér á vefnum ásamt listum yfir þá hrúta sem mest útslag sýndu.
Lesa meira

Samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað

Búið er að samþykkja í ríkisstjórn að fela Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landgræðslu ríkisins, Skógræktina og sauðfjárbændur að þróa heildstæða ráðgjöf fyrir bændur varðandi það hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá búrekstri og landi og/eða aukið bindingu kolefnis. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði að fullu innleitt árið 2020. Sjá nánar á vef Stjórnarráðs Íslands.
Lesa meira

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2018

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2018 Uppgjöri á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2018 er að mestu lokið en þetta er fyrr en verið hefur og munar þar helst um að skýrsluhald er forsenda allra greiðslna hjá þeim sem njóta stuðnings á grunni búvörusamninga. Þegar þetta er ritað í lok janúar er þó enn eftir að ganga frá uppgjöri fyrir um 3100 ær sem hafa skráða burðarfærslu vorið 2018. Reiknaðar afurðir eru svipaðar og haustið 2017.
Lesa meira

Uppgjör skýrsluhaldsársins 2018 í nautgriparæktinni

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2018 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Á árinu 2017 tók gildi sú breyting að afurðaskýrsluhald er nú skilyrði fyrir greiðslum samkvæmt samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt. Þetta þýðir að skýrsluhald er í raun og veru skylda fyrir alla framleiðendur mjólkur og nautakjöts, í það minnsta ætli menn að halda gripa- og beingreiðslum. Vegna þessa er þátttaka í skýrsluhaldi hérlendis um 100%
Lesa meira

Fjárfestingarstuðningur 2018 - Lokaskýrsluskil !

Þeim sem eiga eftir að skila lokaskýrslu vegna fjárfestingastuðnings 2018 er bent á að hafa hraðar hendur  því skiladagur skýrslu er föstudagur 25. janúar. Skilað er í gegnum Bændatorg og skilafrestur til miðnættis þann 25. janúar. Starfsmenn RML aðstoða þá sem þess óska.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður skýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni 2018

Fyrstu niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðslunnar í nautgriparæktinni birtast í dag, en með þeim fyrirvara að enn hafa ekki allar skýrslur borist og tími til yfirferðar og leiðréttinga ef þörf krefur er ekki liðinn. Því er rétt að skoða þær niðurstöður sem hér birtast með það í huga.
Lesa meira

Breytingar á símsvörun hjá RML

Frá stofnun RML árið 2013 og út árið 2018 hefur öllum símtölum í beina númer fyrirtækisins 516 5000 verið svarað hjá Bændasamtökum Íslands í Reykjavík eða á Búgarði á Akureyri. Þann 2. janúar 2019 urðu þær breytingar að símtölum sem berast RML í aðalnúmerið er nú svarað beint af ráðunautum RML sem hafa frá fyrstu hendi góðar upplýsingar um verkefni og annað sem viðskiptavinur leitar eftir.
Lesa meira

Innlausnarvirði greiðslumarks 2019

Matvælastofnun hefur reiknað út og birt innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur og sauðfjár sem innleysa má til ríkisins samkvæmt ákvæðum í reglugerðum um stuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt en samkvæmt þeim ber stofnuninni að auglýsa innlausnarvirði eigi síðar en 1. janúar ár hvert.
Lesa meira