Fréttir

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í janúar 2019

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 537 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 104 búa þar sem eingöngu var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.382,6 árskúa á búunum 537 var 6.237 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum 537 var 47,3.
Lesa meira

Skeiðgensgreiningar

Fyrirhugað er að safna saman hópi fyrirliggjandi DNA-sýna og/eða enn ótekinna sýna – til skeiðgensgreiningar (AA-CA-CC) hjá þekkingarfyrirtækinu Matís. Með auknum fjölda sem greind eru í einu má ná fram umtalsverðri lækkun kostnaðar.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2018

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2018 Það voru 75 bú sem uppfylltu skilyrði um styrkhæfa afkvæmarannsókn í sauðfjárrækt haustið 2018. Niðurstöður og umfjallanir um þær er að finn hér á vefnum ásamt listum yfir þá hrúta sem mest útslag sýndu.
Lesa meira

Samstarfsverkefni við sauðfjárbændur um loftslagsvænni landbúnað

Búið er að samþykkja í ríkisstjórn að fela Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landgræðslu ríkisins, Skógræktina og sauðfjárbændur að þróa heildstæða ráðgjöf fyrir bændur varðandi það hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá búrekstri og landi og/eða aukið bindingu kolefnis. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði að fullu innleitt árið 2020. Sjá nánar á vef Stjórnarráðs Íslands.
Lesa meira

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2018

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2018 Uppgjöri á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2018 er að mestu lokið en þetta er fyrr en verið hefur og munar þar helst um að skýrsluhald er forsenda allra greiðslna hjá þeim sem njóta stuðnings á grunni búvörusamninga. Þegar þetta er ritað í lok janúar er þó enn eftir að ganga frá uppgjöri fyrir um 3100 ær sem hafa skráða burðarfærslu vorið 2018. Reiknaðar afurðir eru svipaðar og haustið 2017.
Lesa meira

Uppgjör skýrsluhaldsársins 2018 í nautgriparæktinni

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2018 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Á árinu 2017 tók gildi sú breyting að afurðaskýrsluhald er nú skilyrði fyrir greiðslum samkvæmt samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt. Þetta þýðir að skýrsluhald er í raun og veru skylda fyrir alla framleiðendur mjólkur og nautakjöts, í það minnsta ætli menn að halda gripa- og beingreiðslum. Vegna þessa er þátttaka í skýrsluhaldi hérlendis um 100%
Lesa meira