Fréttir

Yfirlitssýning á Sörlastöðum

Yfirlitssýning kynbótasýningar á Sörlastöðum fer fram miðvikudaginn 29. maí og hefst kl.9:00. Hefðbundin röð flokka (Elstu hryssur til yngstu - yngstu hestar til elstu). Nánari dagskrá og hollaröð birtist á www.rml.is að loknum dómsstörfum í kvöld, 28. maí.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur til miðnættis í kvöld

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur á kynbótasýninguna í Spretti vikuna 3. til 6. júní fram að miðnætti í kvöld.
Lesa meira

Starf ráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði landbúnaðar. Starfs- og ábyrgðarsvið Starf í ráðgjafateymi RML. Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. Þróunar- og ráðgjafavinna tengd tækniþróun og loftslags- og umhverfismálum í landbúnaði. Önnur tilfallandi verkefni.
Lesa meira

Síðustu fjögur nautin úr árgangi 2017

Fjögur síðustu nautin úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar á nautaskra.net. Þetta eru Ítali 17056 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Úlla 10089 og Ítalíu 630 Þáttardóttur 08021, Krókur 17058 frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum undan Lúðri 10067 og 1245 Kambsdóttur 06022, Ristill 17060 frá Reykjum á Skeiðum undan Úlla 10089 og Ristlu 657 Koladóttur 06003 og Tyrfill 17061 frá Torfum í Eyjafirði undan Lúðri 10067 og Malín 882 Bambadóttur 08049.
Lesa meira

Sýning á Sörlastöðum dagana 27. til 29. maí.

Þar sem þrjár sýningar hér á suðvesturhorninu hafa verið felldar niður, þ.e.a.s. á Sörlastöðum, Borgarnesi og Selfossi hefur verið ákveðið að bjóða upp á sýningu á Sörlastöðum dagana 27. til 29. maí. Þetta er gert til að koma til móts við þá sem voru búnir að reikna með að koma hrossum á sýningu í maí.
Lesa meira

Kynbótasýningar falla niður í Borgarnesi og á Selfossi

Vegna fárra skráninga á fyrirhugaðar kynbótasýningar í Borgarnesi og á Selfossi verða þær felldar niður.
Lesa meira