Fréttir

Fræðsludagur í Skagafirði

Búnaðaðarsamband Skagfirðinga mun standa fyrir fræðsludegi föstudaginn 22. febrúar að Löngumýri í Skagafirði. Umhverfismál verða þar efst á baugi. Kolefnisspor og plastmengun er meðal þess sem verið hefur fyrirferðarmikið í umræðunni undanfarið. Markmið fundarins er að skoða þessi mál útfrá sjónarhóli bænda og skapa umræðu um það hvernig megi bregðast við.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í janúar 2019

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 537 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 104 búa þar sem eingöngu var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.382,6 árskúa á búunum 537 var 6.237 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum 537 var 47,3.
Lesa meira

Skeiðgensgreiningar

Fyrirhugað er að safna saman hópi fyrirliggjandi DNA-sýna og/eða enn ótekinna sýna – til skeiðgensgreiningar (AA-CA-CC) hjá þekkingarfyrirtækinu Matís. Með auknum fjölda sem greind eru í einu má ná fram umtalsverðri lækkun kostnaðar.
Lesa meira