Fréttir

Angus-nautkálfarnir seldir

Tilboð í Aberdeen Angus-nautkálfana á einangrunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti voru opnuð í morgun og bárust alls 12 tilboð. Öll tilboðin hljóðuðu upp á tilboð í alla kálfana. Frá þessu er greint á vef Búnaðarsambands Suðurlands.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum maí hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lestur að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var laust fyrir hádegið þ. 11. júní 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 514 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 103 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.636,9 árskúa á þessum 514 búum var 6.200 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 47,9. Meðalnyt árskúa var á síðustu 12 mánuðum, mest á búi Karls Inga og Erlu Hrannar á Hóli í Svarfaðardal, hinu sama búi og undanfarna mánuði, þar sem hver árskýr skilaði nú að meðaltali 8.495 kg.
Lesa meira

Sumarfrí og viðvera á starfsstöðvum RML

Viðvera á starfsstöðvum RML verður ekki samfelld í sumar vegna sumarleyfa í júní - ágúst og anna vegna kynbótasýninga. Síminn verður þó opinn hjá okkur alla virka daga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað verður í hádeginu milli kl. 12-13. Símanúmer RML er 516 5000. Bein símanúmer og netföng starfsmanna má finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Hólum 7. júní

Yfirlitssýning kynbótahrossa hefst á Hólum í Hjaltadal, kl. 08:00, föstudaginn 7. júní Hollaröðun má sjá hér.
Lesa meira

Yfirlitssýning Stekkhólma - hollaröðun

Yfirlitssýning hefst kl. 9:00 - hér má sjá hollaröðun
Lesa meira