Hrossaræktarfundir - fundarferð um landið

Hrossaræktarfundir - fundarferð um landið.
Fundir um málefni hrossaræktarinnar hefjast fljótlega en Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur RML verða á ferðinni um landið og kynna það sem er efst á baugi. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru eftirfarandi:

  • Nýtt ræktunarmarkmið í hrossarækt
  • Dómskalinn – þróun og betrumbætur
  • Nýir vægistuðlar eiginleikanna
  • Málefni og starf Félags hrossabænda

Eins og sjá má verður margt áhugavert tekið til umræðu.


Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

  • 19. febrúar miðvikudagur. Hafnarfjörður – Reiðhöll Sörla kl. 20:00.
  • 20. febrúar fimmtudagur.  Borgarnes – félagsheimili Borgfirðings kl. 20:30.
  • 25. febrúar þriðjudagur.  Höfn í Hornafirði - Fornustekkar kl. 20:00
  • 26. febrúar miðvikudagur.  Austurland – Iðavellir kl. 20:00
  • 2. mars mánudagur Suðurland -  Reiðhöllin á Hellu kl. 20:00.
  • 5. mars fimmtudagur. Þingeyjarsveit - Ljósvetningabúð kl. 20:00.
  • 6. mars föstudagur. Skagafjörður - Tjarnarbær kl. 20:00.
  • 10. mars þriðjudagur. Vestur-Húnavatnssýsla - Gauksmýri kl. 20:00.  

Við hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.

 

Þorvaldur/Helga