Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nýlega var lokið við frumgreiningu á fýsileika þess að vinna prótein úr íslensku grasi, en Danir hafa á síðustu árum lagt talsverða vinnu í þróunarvinnu á sviði grasprótínframleiðslu.
Verkefnið var á vegum Bændasamtaka Íslands og unnið af Ditte Clausen, ráðunaut RML, í samstarfi við Finnboga Magnússon og Hannes Rannversson undir stjórn Sveins Margeirssonar.
Danskar rannsóknir með fóðrun svína benda til að hægt sé að nota grasprótein í stað sojapróteins án þess að það hafi neikvæð áhrif á velferð svína og kjötgæði. Einnig lofa rannsóknir með kjúklinga og varphænur góðu. Hratið sem er aukafurð við framleiðslu graspróteins virðist vera gott fóður fyrir mjólkurkýr og í fyrstu rannsókn leiddi það til hærri nytar hjá þeim mjólkurkúm sem það fengu, heldur en hjá þeim sem fengu venjulegt vothey.
Innflutningur á fóðri og fóðurhráefnum til landbúnaðarnota á Íslandi er um 100 tonn á ári og er því góður grundvöllur til að skoða mögulega framleiðslu á graspróteini.
Arðsemi uppbyggingar á vinnslu grasprótíns veltur m.a. á þáttum á borð við flutningskostnað, gengisþróun, nauðsyn á áburðargjöf og uppskeru á hektara.
Til að hægt sé að meta fýsileika vinnslu á grasprótíni betur þyrfti að eiga sér stað frekari söfnun upplýsinga. Sjá mætti fyrir sér tilraun sumarið 2020 í samvinnu bænda, danskra samstarfsaðila og fleiri hagaðila. Þessi könnun gæti þess vegna verið góður grunnur að meistaraverkefni hjá LBHÍ ef áhugi væri fyrir hendi.
Grasprótein - sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað
dc/okg