Fréttir

Síðustu fjögur nautin úr árgangi 2017

Fjögur síðustu nautin úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar á nautaskra.net. Þetta eru Ítali 17056 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Úlla 10089 og Ítalíu 630 Þáttardóttur 08021, Krókur 17058 frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum undan Lúðri 10067 og 1245 Kambsdóttur 06022, Ristill 17060 frá Reykjum á Skeiðum undan Úlla 10089 og Ristlu 657 Koladóttur 06003 og Tyrfill 17061 frá Torfum í Eyjafirði undan Lúðri 10067 og Malín 882 Bambadóttur 08049.
Lesa meira

Sýning á Sörlastöðum dagana 27. til 29. maí.

Þar sem þrjár sýningar hér á suðvesturhorninu hafa verið felldar niður, þ.e.a.s. á Sörlastöðum, Borgarnesi og Selfossi hefur verið ákveðið að bjóða upp á sýningu á Sörlastöðum dagana 27. til 29. maí. Þetta er gert til að koma til móts við þá sem voru búnir að reikna með að koma hrossum á sýningu í maí.
Lesa meira

Kynbótasýningar falla niður í Borgarnesi og á Selfossi

Vegna fárra skráninga á fyrirhugaðar kynbótasýningar í Borgarnesi og á Selfossi verða þær felldar niður.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í apríl hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lestur að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var laust eftir hádegið þ. 13. maí 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 538 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 104 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.473,7 árskúa á þessum 538 búum var 6.209 kg
Lesa meira