20.04.2020
Nú er að ljúka vetri sem hefur verið veðrasamari og snjóameiri en vetur undanfarinna ára. Tún hafa sums staðar legið undir snjó og svelli í langan tíma og má búast við kali þar sem svell hafa verið lengst. Það á samt eftir að koma í ljós hve mikið og víða er kalið. Þegar líður að hausti, daginn styttir og hitastig lækkar fara plöntur að búa sig undir veturinn. Þær harðna og vetrarþol þeirra vex. Vetrarþolið vex fram eftir vetri, háð ytri aðstæðum og gróðri.
Lesa meira