Fréttir

Niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2019

Uppgjöri á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2019 er að mestu lokið. Þegar þetta er ritað í lok janúar er þó enn eftir að ganga frá uppgjöri á nokkrum búum sem eru ætíð sein að skila inn upplýsingum.
Lesa meira

Skýrslur nautgriparæktarinnar árið 2019 gerðar upp

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni á árinu 2019 hafa verið reiknaðar og birtar hér á vef okkar. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Afurðaskýrsluhald hefur verið skilyrði fyrir greiðslum samkvæmt samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt í rúmlega þrjú ár. Þetta hefur gert það að verkum að þátttaka í skýrsluhaldi er um 100% sem mun vera einsdæmi í heiminum eftir því sem næst verður komist.
Lesa meira

Rafrænir reikningar

Frá og með áramótum eru reikningar RML gefnir út rafrænt nema viðskiptavinir óski sérstaklega eftir að fá reikninga senda með pósti. Verðskrá RML vegna reikninga árið 2020: 150 kr. seðilgjald fyrir rafræna reikninga 550 kr. seðilgjald fyrir sendan reikning
Lesa meira

Upplýsingar um sjö ný naut úr árgangi 2018

Nú eru komnar upplýsingar um sjö ný ungnaut úr árgangi 2018 á nautaskra.net. Þetta eru Fálki 18029 frá Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði undan Gými 11007 og Sýningu 784 Bambadóttur 08049, Beykir 18031 frá Brúnastöðum í Flóa undan Gými 11007 og Áttu 888 Baldadóttur 06010, Eiðar 18034 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Lúðri 10067 og Steru 675 Koladóttur 06003,
Lesa meira

Jana 432 á Ölkeldu 2 er búin að mjólka yfir 100 þús. kg mjólkur

Afrekskýrin Jana 432 á Ölkeldu 2 í Staðarsveit á Snæfellsnesi hefur nú bæst í hóp þeirra afreksgripa sem rofið hafa 100 tonna múrinn í æviafurðum. Nú um áramótin hafði hún mjólkað 100.449 kg mjólkur yfir ævina en hún var í 12,0 kg dagsnyt þann 28. desember s.l. Það má því ætla að hún hafi mjólkað sínu 100 þús. kg mjólkur nærri mánaðamótum nóv./des.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekur við verkefnum tölvudeildar BÍ

Frá og með áramótum hefur starfsemi tölvudeildar Bændasamtaka Íslands verið færð yfir til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Starfsmenn tölvudeildar verða því starfsmenn RML og hægt verður að ná sambandi við þá í gegnum síma RML, 516-5000. Nánari upplýsingar
Lesa meira

Jólakveðja

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins senda bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML verða lokaðar á aðfanga- og gamlársdag. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum á þorláksmessu eða milli jóla og nýárs, þ.e. föstudaginn 27. og mánudaginn 30. des. Opnum aftur á nýju ári fimmtudaginn 2. janúar 2020. Hafið það gott yfir hátíðarnar. Stjórn og starfsfólk RML
Lesa meira