Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst 2019

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum júlí hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var morgni þ. 14. ágúst 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 527 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.052,9 árskúa á fyrrnefndum 527 búum var 6.244 kg eða 6.495 kg OLM á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum 527 var 47,5.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur til miðvikudags 14. ágúst

Þar sem mjög margir hestamenn eru nú staddir á heimsmeistaramóti íslenska hestsins hefur verið ákveði að framlengja skráningarfrestinn á síðsumarssýningar kynbótahrossa til miðvikudagsins 14. ágúst. Ef þátttaka verður næg er stefnt að sýningum á eftir töldum stöðum Selfossi, Borgarnesi og Akureyri, vikuna 19. til 23. ágúst.
Lesa meira

Heildareinkunn verður breytt í kynbótamati nautgriparæktarinnar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á síðasta fundi sínum nú fyrr í vikunni að breyta útreikningi á heildareinkunn í samræmi við niðurstöður verkefnis um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt. Á undanförnum misserum hefur RML unnið að útreikningum á hagrænu vægi eiginleika og hefur sú vinna verið í höndum Kára Gautasonar og Jóns Hjalta Eiríkssonar. Verkefnið sem hefur notið stuðnings þróunarsjóðs nautgriparæktarinnar, Landssambands kúabænda og Nautastöðvar BÍ, og lauk nú fyrir skömmu. Lokaskýrsla um verkefnið verður birt innan tíðar en unnið er að lokafrágangi hennar. Fagráð ákvað að fara að þeim tillögum sem lagðar eru til í verkefninu og breyta útreikningi á heildareinkunn. Segja má að því felist einnig ákveðin breyting á ræktunarmarkmiði nautgriparæktarinnar.
Lesa meira

Angus-nautin á Stóra-Ármóti farin að gefa sæði

Sæðistaka úr Angus-nautunum á Stóra-Ármóti mun hefjast innan skamms en á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands er sagt frá því að í gær (7. ágúst) hafi fyrstu sæðisskammtarnir náðst úr tveimur nautanna. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því snemma í júlí en um síðustu mánaðamót lágu fyrir niðurstöðu sýnatöku m.t.t. til smitsjúkdóma. Þau sýni reyndust öll vera neikvæð, þ.e. enga sjúkdóma er að finna í gripunum.
Lesa meira

Afsláttur hjá Efnagreiningu ehf á Hvanneyri fyrir „pakka“bændur hjá RML

Það er ákaflega mikilvægt  að  bændur hafi gott yfirlit yfir efnainnihald heyja, jarðvegs og búfjáráburðar. Þannig er hægt að stuðla að hollum og góðum afurðum sem og heilbrigðum bústofni og einnig til að viðhalda góðri jarðrækt og nýta þannig verðmæt næringarefni sem best og draga úr sóun sem er sérstaklega mikilvægt þegar horft er til kolefnisspors landbúnaðarins.
Lesa meira

Spildudagur í Skagafirði 16. ágúst

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heldur „Spildudag“ í Keldudal í Skagafirði föstudaginn 16. ágúst kl. 13:00-15:00. Spildudagurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á. Ekki þarf að greiða þátttökugjald en tilkynna þarf þátttöku gegnum slóðina hér að neðan. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 14. ágúst.Sagt verður frá áburðar- og loftunartilraun sem gerð er í Keldudal í sumar og hún skoðuð. Fjallað verður um dreifingu á tilbúnum áburði, eiginleika hans, mat á dreifigæðum og þætti sem hafa áhrif á þau. Vangaveltur um áburðargildi kúamykju og hvernig skuli haga dreifingu hennar svo nýting hennar sé sem best.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum 3.vika hollaröðun

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum hefst klukkan 08:00, fimmtudaginn 1. ágúst 2019. Sýningin verður að mestu með hefbundnu sniði en hefst á blönduðum flokki 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssna og endar á flokki elstu stóðhesta. Áætluð lok yfirlitssýningar er klukkan 15:15
Lesa meira

Skil vorgagna og útsending haustbóka

RML minnir sauðfjárbændur á að skila vorgögnum í sauðfjárrækt tímanlega. Staðan á skráningum núna um mánaðarmótin er sú að skráðar hafa verið rúmlega 230.000 burðarfærslur í gagnagrunn sem eru um 60% skil.
Lesa meira

Heysýnataka

Nú er að líða á sumarið vonandi hefur fóðuröflun gengið vel. Sumarið hefur verið nokkuð frábrugðið því sem við höfum vanist vegna töluverðra þurrka. Veðráttan hefur mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum.
Lesa meira