10.02.2020
Í síðustu viku fór fram skolun á fósturvísum úr sjö Angus kvígum á Stóra-Ármóti sem fæddar voru haustið 2018. Alls náðust 46 fósturvísar og var sjö af þeim komið fyrir ferskum í kúm á Stóra Ármóti en hinir 39 voru frystir. Þeir fósturvísar standa nú bændum til boða til kaups. Fósturvísaskolunina framkvæmdi Tjerand Lunde, norskur dýralæknir og sérfræðingur í meðhöndlun og uppsetningu fósturvísa. Fósturvísarnir eru allir úr dætrum Li’s Great Tigre 74039 en Draumur 18402 er faðir þeirra.
Lesa meira