Fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 519 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 105 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.837,5 árskúa á þessum 519 búum var 6.301 kg eða 6.552 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk)
Lesa meira

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir 2019

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir hafa nú verið greiddir út í þriðja sinn samkvæmt reglugerð sem tók gildi samhliða búvörusamningum árið 2017. Eins og flestir bændur vita þá var tekin upp sú breyting að greiða út styrki fyrir uppskorin tún (landgreiðslur) en ekki bara jarðræktarstyrki á ræktun hvers árs, eins og var fyrir árið 2017. Þá voru einnig teknar upp greiðslur vegna útiræktaðs grænmetis, sem var ekki áður. Jafnframt eru nú gerðar meiri kröfur til skráninga á jarðræktarskýrsluhaldi en áður.
Lesa meira

Veðrið - takmörkuð viðvera á starfsstöðvum RML

Starfsstöðvum RML hefur viða verið lokað vegna veðurs. Hægt er að koma skilaboðum til starfsmanna í gegnum netfangið rml@rml.is eða á bein netföng starfsmanna okkar sem finna má á heimasíðunni. Símsvörun er eins og áður í aðalnúmerið 5165000 að öllu óbreyttu til kl. 16.00 í dag.
Lesa meira

Ný nautaskrá að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2019-20 er væntanleg úr prentun og verður dreift til bænda innan skamms. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna, nýju Angus-holdanautin auk fræðsluefnis. Þar má nefna upplýsingar um verkefnið um erfðamengisúrval, afurðaúthald, afkvæmadóm nauta fæddra 2013, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu mánuðum og fleira.
Lesa meira