Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Framundan eru námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði um allt land. Staðsetningar námskeiðanna hafa verið valdar út frá skráningum í gegnum sem bárust hér heimasíðu RML. Ennþá er hægt að skrá sig á námskeiðin. Þau verða haldin á eftirtöldum stöðum milli klukkan 10:00 og 16:30 ef næg þátttaka næst.
Á námskeiðunum gefst þátttakendum kostur á að efla þekkingu sína á loftslagsmálum og hvaða aðgerðir eru vænlegar til árangurs svo sem með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun. Fyrirlesarar á námskeiðunum koma frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni.
Kostnaður á einstakling eru 12 þúsund krónur og innifalið er hádegisverður og kaffi.
Í framhaldi af námskeiðunum verður auglýst eftir formlegri þátttöku í verkefninu.
Aðeins þeir sem hafa lokið námskeiði í Loftslagsvænum landbúnaði og eru í gæðastýrðri sauðfjárrækt geta fengið aðild að verkefninu með tilheyrandi stuðningi sem fjallað verður um á námskeiðunum.
Sjá nánar:
Skráning á námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði
bpb/okg