Upptökur á kynbótasýningum vorsins
03.06.2020
Föstudaginn 29. maí s.l var undirritaður samningur á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Eiðfaxa með aðkomu Landsmóts ehf, þar sem RML veitir Eiðfaxa leyfi til upptöku á öllum kynbótasýningum sem haldnar verða í júní 2020.
Með þessu er RML að tryggja það að inn í Worldfeng fari myndbönd af þeim 170 hrossum sem hefðu í eðlilegu ári farið inn á Landsmót og er liður í að varðveita mikilvægt efni um kynbótastarf íslenska hestsins. Vonandi er þetta skref í þá átt að gera upplýsingar um ræktun íslenska hestsins aðgengilegri bæði fyrir innlenda og erlenda áhugamenn.
Á myndinni má sjá Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóra Eiðfaxa og Karvel L Karvelsson, framkvæmdastjóra RML, Covid-handsala samninginn.
Lesa meira