LOGN – fjarnámskeið

Strax eftir páska mun hefjast fjarnámskeið sem er hluti af verkefninu LOGN og byggir á röð netfyrirlestra.

Alls verða fluttir tólf fyrirlestrar, að jafnaði þrír á viku næstu fjórar vikurnar. Hver fyrirlestur verður u.þ.b. 20 – 30 mínútna langur og hefjast þeir alltaf stundvíslega kl. 13:00 (sjá dagskrá hér að neðan). Fyrirlestrunum verður streymt með samskiptaforritinu Teams og eru öllum opnir, en nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirlestrana til að fá tengingu (skrá). Nóg er að skrá sig einusinni til að fá tengingu fyrir alla fyrirlestraröðina.

Einnig verður í boði að horfa á upptökur eftir að fyrirlestrum líkur bæði fyrir þá sem ekki ná að tengjast í rauntíma en einnig ef þátttakendur vilja rifja upp atriði úr fyrirlestrum. Athugið að þeir sem hafa ekki skráð sig á fyrirlestrana þurfa að sækja um aðgang að svæði þar sem upptökurnar verða geymdar.

Fyrirlestrar hverrar viku verða kynntir nánar í lok hverrar vikunnar á undan þeirri sem þeir fara fram.

Vikuna 14. – 17. apríl verða eftirtaldir fyrirlestrar:

  • Kynning á LOGN. Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur hjá RML og verkefnastjóri LOGN mun fara vel yfir verkefnið í heild sinni, skýra frá aðdraganda hugmyndar, uppbyggingu verkefnis, markmið og helstu áherslur auk þess að fjalla um dæmi úr erlendum verkefnum.
  • Kynning á erlendu verkefni. Dr. Brendan Dunford framkvæmdastjóri Burren Project á Írlandi, mun fjalla um þeirra verkefni og áhrifum sem það hefur á bændur og samfélagið í heild sinni þar sem verkefnið fer fram. Burren Project er HNV-verkefni (High Nature Value) sem hefur verið í gangi í rúm 20 ár. Þetta verkefni þykir hafa tekist með afbrigðum vel, haft mikil jákvæð áhrif á hag bænda og er víða notað sem fyrirmynd í öðrum verkefnum í Evrópu og er m.a. fyrirmynd í verkefninu LOGN. Sjá nánar: http://burrenprogramme.com/
  • Viðhorf bænda. Bændur á svæðinu muna fjalla um þeirra sýn á viðfangsefninu, hvað þeir telji að felist í náttúruvernd, hvaða tækifæri þeir sjái í svona verkefnum og hvað við ættum að forðast. Umræðan verður í pallborði en þar verða munu mæta til leiks bændurnir: Sigrún Ólafsdóttir Hallkelstaðahlíð, Unnsteinn Jóhannsson Laxárholti, Þóra Kópsdóttir Ystu-Görðum og Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri.

Dagskrá fjarnámskeiðs verður eftirfarandi:

  • 14. apríl - Kynning á LOGN
  • 15. apríl - Kynning á erlendu verkefni
  • 17. apríl - Viðhorf bænda
  • 20. apríl - Náttúruvernd og friðlýsingar
  • 22. apríl - Gróður og vistgerðir
  • 24. apríl - Fuglar og dýralíf
  • 27. apríl - Líf í vötnum
  • 29. apríl - Endurheimt vistkerfa
  • 30. apríl - Búrekstur og náttúruvernd hagnýt atriði og reynsla af friðlandi
  • 4. maí - Endurheimt landnámsskóga
  • 6. maí - Náttúruvernd og landbúnaður í skipulagi sveitarfélaga
  • 8. maí - Náttúruvernd og landbúnaður, raunhæf nálgun, nýsköpun og rekstur

Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að skrá sig í gegnum tengilinn hér að neðan og taka þátt í að móta aðferð við náttúruvernd á landbúnaðarsvæði.

Sjá nánar
LOGN netfyrirlestrar - Skráning

sts/okg