Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Á næstu dögum munu notendur Fjárvís verða varir við breytingar í haustuppgjörum sínum þar sem öll haustuppgjör frá árinu 2015 verða endurreiknuð. Ástæðan er villa í kóðanum sem reiknar uppgjörið.
Forsagan er sú að um miðjan desember barst ábending frá notanda um útreikning í afurðauppgjöri fyrir hans bú. Þegar farið var að greina útreikninga fyrir þetta bú nánar kom í ljós villa í rútínunni sem reiknar haustuppgjör. Áhrif þeirrar villu voru hjá mjög afmörkuðum hópi notenda en höfðu talsverð áhrif í uppgjöri á litlum hjörðum eins og hjá umræddum notanda.
Samhliða þessari greiningu fannst einnig önnur villa sem hefur víðtækari áhrif eða á öll líflömb í kerfinu. Reglan er sú að lífþungi ásetningslamba er reiknaður yfir í fallþunga útfrá meðalkjötprósentu hvers bús að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Til viðbótar fá öll ásetningslömb viðbót sem er 2,5%. Ef til er lambsdómur á viðkomandi lambi er þessi viðbót breytileg útfrá þykkt bakvöðva og stigum fyrir læri.
Viðbótarprósentur í töflunni hér að ofan byggja á raungögnum úr skýrsluhaldinu árin 2015-2020 fyrir lömb sem eru dæmd og slátrað innan 15 daga frá dómi.
Villan fólst í því að þessi viðbót var ekki að reiknast rétt og lömbin að reiknast léttari en þau hefðu átt að reiknast. Það hefur síðan þau áhrif að forsendur fyrir útreikning afurðastig fyrir mæður líflamba voru ekki réttar. Af þeirri ástæðu verða öll uppgjör frá árinu 2015 endurreiknuð svo réttar upplýsingar skili sér í næsta útreikning kynbótamats fyrir mjólkurlagni þar sem afurðastig er forsenda.
Áhrifin verða hvað mest á afurðastig áa sem eiga mikið af ásetningslömbum en jafnframt munu afurðasamtölur hvers bús breytast, þ.e. kg/kind.
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Ingvi Bjarnason.
Þessu tengt:
Forsendur einkunna í skýrsluhaldi