Hrossaræktin 2021 - Ráðstefna

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs verður haldin sunnudaginn 28 nóvember og byrjar klukkan 13:00. Ráðstefnunni verður streymt og sér Alendis um þá útsendingu. Hægt er að senda inn fyrirspurnir eftir hvert erindi.

Vegna gildandi takmarkana og reglna um fjölda, nálægðarmörk og grímunotkun er hestaáhugafólk því hvatt til að fylgjast með streymi en einungis 50 manns geta setið ráðstefnuna og eru það einungis boðsgestir vegna viðurkenninga. 

Á dagskrá er umfjöllun yfir hrossaræktarárið, niðurstöður kynbótamatsins og verðlaunaveitingar. Auk þess munu Ulrike Nurnus og Susanne Braun kynna fyrstu niðurstöður verkefnis síns um faraldsfræðilega könnun á kynsjúkdómum hjá íslenskum hestum og Heiðrún Sigurðardóttir um erfðafræðilegan grunn gangtegunda íslenska hestsins.

Dagskrá hrossaræktarráðstefnunnar er eftirfarandi:
Sunnudagur 28. nóvember 2021

  • 13:00 Setning – Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og FHB
  • 13:10 Hrossaræktarárið 2021– Elsa Albertsdóttir
  • 13.30 Ulrike Nurnus og Susanne Braun - Faraldsfræðileg könnun á kynsjúkdómum hjá íslenskum hestum
  • 14.00 Heiðrún Sigurðardóttir - Erfðafræðilegur grunnur gangtegunda íslenska hestsins
  • Hlé 14-30-14-45
  • 14:45 Heiðursverðlaunahryssur fyrir afkvæmi 2021
  • 15:15 Verðlaunaveitingar:
    • Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins (án áverka)
    • Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins – Alhliða hross (aldursleiðrétt)
    • Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins – Klárhross (aldursleiðrétt)
  • 16.00 Viðurkenningar fyrir tilnefnd ræktunarbú ársins 2021
  • Fundarslit um 16:30

Sjá nánar
Beint streymi á ráðstefnuna
Upplýsingar um gildandi takmarkanir vegna covid 19

 /okg