Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Stjórn Bændasamtaka Íslands skipaði nýja stjórn RML á fundi sínum þann 3. maí síðastliðinn. Stjórnarformaður er Björn Halldórsson bóndi í Engihlíð og er það í fyrsta skipti frá stofnun RML sem stjórnarformaður er ekki framkvæmdastjóri BÍ. Aðrir nýir stjórnarmeðlimir eru Áshildur Bragadóttir nýsköpunar- og þróunarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands, Reynir Þór Jónsson bóndi Hurðarbaki og Sæmundur Sveinsson fagstjóri hjá MATÍS. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna er sú eina sem heldur áfram í stjórninni. Fyrsti stjórnarfundur var haldinn í Bændahöllinni þann 16.5 2022.
Framkvæmdastjóri og starfsfólk RML þakkar fyrrum stjórn fyrir samstarfið og er ný stjórn boðin velkomin til starfa.
Á myndinni eru f.v. Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML, Vigdís Häsler framkvæmdastjóri BÍ, Björn Halldórsson stjórnarformaður, Áshildur Bragadóttir, Reynir Þór Jónsson og Sæmundur Sveinsson.
/hh