Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Að vanda býður RML upp á heysýnatöku og er hægt að panta heysýnatöku og fóðurráðgjöf á heimasíðu RML (hnappur á forsíðu).
Það þarf að hafa í huga að þegar tekið er sýni úr verkuðu fóðri þarf það að hafa verkast í 4-6 vikur áður en sýni er tekið. Taka skal sýni sem endurspegla heyforðann og það sem á að gefa yfir veturinn. Miða má við að taka safnsýni úr túnum í svipaðri ræktun og sláttutíma. Ef ræktað er grænfóður í einhverjum mæli er gott að taka sýni úr því og einnig hánni því hún er ólík heyjum úr fyrri slætti.
Ef bændur kjósa að taka sjálfir sýni þarf að hafa í huga að hæfileg stærð sýnis ætti að vera á stærð við handbolta. Því komið í plastpoka og gott að lofttæma hann sem mest, merkja vel og koma sem fyrst í frysti. Úr þurru eða þurrlegu heyi geta sýni tekin við hirðingu oft gefið góða hugmynd um innihald heyjanna þegar kemur að fóðrun þó frekar sé mælt með að taka sýni úr verkuðu fóðri.
Á heimasíðu RML er að finna fylgiseðil til að senda með heysýnum og eru bændur og aðrir sem taka sýni hvattir til að nota hann. Með því að fylla fylgiseðilinn út ýtarlega fara niðurstöður sýnanna inn í svokallaðan FAS gagnagrunn og skila niðurstöðurnar sér þannig inn í jarðræktarforritið Jörð og í NorFor kerfið og verða aðgengilegar í vinnu við heysýnatúlkun, fóður- eða áburðaráætlanir. Einnig er þetta mikilvæg gagnasöfnun til að halda utan um innihald heyja á Íslandi og þannig auðvelt að vinna ýmis meðaltöl og sjá breytingar sem verða milli ára.
Það sem er skráð á fylgiseðill er eftirfarandi:
• Sýnatökudagur
• Búsnúmer (7 stafa númer)
• Nafn og heimilisfang
• Netfang
• Landssvæði
• Merking fóðursýnis
• Slátturdagur
• Númer hvaða sláttur
• Velja einn fóðurkóða sem lýsir sýninu t.d. Eldri tún: Vothey og milliþurrar rúllur: Snemmslegið
• Verkunaraðferð (t.d. rúllur)
• Íblöndunarefni
Hjá efnagreiningarstofum er hægt að velja hve ýtarlegar greiningar eru gerðar og hvaða efni eru mæld. Ef gera á nákvæma fóðuráætun fyrir mjólkurkýr og þurrefni heyjanna er um 40% eða minna er mælt með að láta mæla gerjunarafurðir. Það þýðir að hjá Efnagreiningu ehf. væri þá valin „Efnagreining 6“. Séu heyin þurrari en 40% þe er mælt með „Efnagreiningu 4“. Hey sem ætlað er fyrir sauðfé eða hross hentar að setja í „Efnagreiningu númer 1, 2 eða 3“ eftir því hvort og þá hve mörg steinefni á að greina.
Hér finnur þú fylgiseðilinn:
Fóðurefnagreining 2022
/agg