Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu hrútaskrárinnar. Mikilvægt er að geta byggt þær upplýsingar sem fram koma í skránni á sem mestum og bestum gögnum.
Því eru allir þeir sem luma á óskráðum dómagögnum hvattir til að skrá alla dóma inn í kerfið sem fyrst. Jafnframt eru bændur beðnir að staðfesta allar sláturppslýsingar til að tryggja að þau gögn séu sem réttust. Nýttar verða sláturupplýsingar við kynbótmatsútreikninga þó ekki sé búið að staðfesta gögnin, en villur geta leynst í þeim gögnum og því til mikilla bóta ef bóndinn er búinn að yfirfara og staðfesta gögnin. Ef villur slæðast með leiðréttist matið næst þegar það verður uppfært.
Gert er ráð fyrir að dómagögn og sláturgögn vegna kynbótmats verði tekin út miðvikudaginn 26. október.
/okg