Kynbótamat fyrir mjólkurlagni uppfært

Kynbótamat fyrir mjólkurlagi hefur verið uppfært en tekin voru út gögn í síðustu viku þegar rúm 20% gagnaskil voru komin fyrir árið 2022. Breytingarnar verða aðgengilegar og birtar í Fjárvís núna í vikunni.


Af þeim hrútum sem eru í hrútaskrá 2022-2023 hækkar Breki 16-824 um 3 stig og fer í 110 stig. Kalli 20-893 hækkar um 2 stig. Á hinum endanum lækka þeir Kostur 19-849, Hnokki 19-874 og Jaður 20-891 um 4 stig. Tónn 18-855, Alli 19-885 og Móri 19-888 lækka um 3 stig hver. Aðrir hrútar eru að hækka/lækka um 1-2 stig frá því kynbótamati sem þeir höfðu þegar hrútaskráin fór í prentun.


Kynbótamat fyrir mjólkurlagni verður aftur uppfært á nýju ári, þegar meginþorri uppgjörsgagna fyrir árið 2022 hefur skilað sér frá bændum.
Í meðfylgjandi töflu er uppfært mat á hrútum sem verða á sæðingastöð í vetur ásamt öryggisstuðli og breytingu. Athugið að lambhrútum á sæðingastöð er sleppt.

Gripur Mjólkurlagni Breyting Öryggi mats (%)
16-824 Breki 110 3 98
16-841 Sammi 107 -2 96
16-868 Hvísli 122 1 92
17-842 Börkur 92 -2 98
17-843 Satúrnus 96 -2 94
17-852 Bikar 113 0 93
17-853 Þokki 121 1 94
17-870 Dalur 108 1 76
17-872 Suddi 96 1 94
17-873 Svartur 107 0 83
18-834 Rammi 108 0 99
18-854 Svörður 113 -2 91
18-855 Tónn 96 -3 96
18-863 Jötunn 96 1 83
18-880 Fróði 115 0 85
18-881 Brúsi 86 1 73
18-882 Angi 118 0 81
19-848 Glitnir 100 -2 98
19-849 Kostur 93 -4 98
19-864 Dolli 99 0 90
19-865 Hamur 106 -1 77
19-874 Hnokki 99 -4 79
19-883 Kraftur 110 1 76
19-884 Askur 105 1 74
19-885 Alli 112 -3 89
19-886 Baldur 106 1 76
19-887 Glæsir 106 0 94
19-888 Móri 106 -3 92
19-889 Kústur 108 -1 62
20-875 Galli 105 1 64
20-876 Gimli 98 0 62
20-877 Grettir 103 1 80
20-878 Kurdo 98 0 78
20-890 Hnaus 112 1 69
20-891 Jaður 100 -4 68
20-892 Austri 102 -1 66
20-893 Kalli 107 2 59
20-894 Fannar 102 1 56
20-895 Frakki 71 -1 63
21-896 Þór 103 0 63
21-897 Sævar 101 0 56
21-898 Strokkur 107 0 52
21-899 Gimsteinn 105 1 54