Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú þegar líður að áramótum og allir búnir að skila haustskýrslum til Matvælaráðuneytisins er gott að huga að hvað sé ógert varðandi skýrsluhaldið í heimarétt WF. Eftirfarandi er gott að skoða:
Þegar þetta er ritað er búið að skrá 3.579 folöld, þar af á lífi 3.416 og eru 2.412 þeirra þegar örmerkt. Í árgangi 2023 eru 5.703 trippi á lífi og 5.535 þeirra eru örmerkt. Ef árgangar 2023 og 2024 eru svipað stórir þá gæti verið eftir að skrá rúmlega 2.000 folöld. Tekið er á móti skýrsluhaldspappírum á öllum starfsstöðvum RML. Skráning fer að mestu fram á starfsstöðvunum á Akureyri og á Selfossi og því æskilegt að þeir sem senda pappíra með pósti sendi á heimilisföngin:
RML, Óseyri 2, 603 Akureyri
eða
RML, Austurvegi 1, 800 Selfoss
Ef eitthvað er óljóst varðandi skýrsluhaldið er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin agg@rml.is eða halla@rml.is.
/okg