Möguleiki á fyrirframgreiðslu á hluta styrks vegna kornræktar

Athygli er vakin á því að í gær var opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í afurð.is. Almennur umsóknarfrestur er til 1. október en kornræktendur sem skrá sáningu á korni í Jörð.is og skila þar jarðræktarskýrslu og gera umsókn í afurð.is með þeim upplýsingum fyrir 15. júní geta fengið fyrirframgreiðslu vegna kornræktar í samræmi við umsókn sem miðast að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan.

Bændur sem vilja nýta sér þessa fyrirframgreiðslu þurfa síðan að muna eftir að uppfæra jarðræktarskýrsluna í Jörð.is með upplýsingum um alla ræktun og uppskorin tún og sækja aftur um í afurð fyrir 1. október.

Eins og ávallt eru ráðunautar RML tilbúnir að aðstoða bændur við skráningar og hnitun ræktunarspildna í Jörð.is.


Sjá nánar:
Frétt Matvælaráðuneytisins

/okg