Opnir bændafundir um riðuveiki með alþjóðlegum sérfræðingum

Næstkomandi miðvikudag, þann 21. júní, verða haldnir tveir opnir bændafundir í Varmahlíð í Skagafirði þar sem fjallað verður um rannsóknir á riðuveiki. Fundirnir eru haldnir í tengslum við komu hóps erlendra vísindamanna til landsins. Sérfræðingarnir koma víðsvegar að og mæta hér til lands til að taka þátt í formlegum startfundi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni (ScIce) um riðuveiki í sauðfé á Íslandi. Þátttakendur í rannsóknarhópnum fyrir hönd Íslands eru Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð, Eyþór Einarsson, RML, Stefanía Þorgeirsdóttir, Keldum og Vilhjálmur Svansson, Keldum. Erlendu vísindamennirnir sem koma til fundarins eru:

  • Angélique Igel, Frakklandi, sérfræðingur í PMCA rannsóknum
  • Ben Maddison, Bretlandi, sérfræðingur í umhverfissmiti
  • Charlotte Thomas frá Bretlandi, sérfræðingur í príonsjúkdómum
  • Christine Fast, Þýskalandi, sérfræðingur í príon-sjúkdómum
  • Fiona Houston, Bretlandi sérfræðingur í riðu í hreindýrum
  • John Spiropoulos, Bretlandi, sérfræðingur í umhverfissmiti og riðustofnum
  • Juan Carlos, Spáni, sérfræðingur í príonsjúkdómum og músatilraunum
  • Jörn Gethmann, Þýskalandi, faraldsfræðingur
  • Katayoun Moazami, Frakklandi, sérfræðingur í príon-sjúkdómum
  • Kevin Gough, Bretlandi, sérfræingur í umhverfissmiti
  • Laura Pirisinu, Ítalíu, sérfræingur í riðustofnum
  • Romolo Nonno, Ítalíu, sérfræðingur í riðustofnum og smittilraunum
  • Vincent Béringue, Frakklandi, sérfræðingur í príon-rannsóknum og PMCA prófunum

Allir þátttakendur hópsins munu jafnframt mæta á bændafundina til að svara spurningum og taka þátt í umræðum. Jafnframt taka þátt í bændafundunum sérfræðingar frá Matvælastofnun (MAST) og fulltrúi frá Evrópusambandinu, en það er Angel Ortiz Pelaez sem vinnur hjá EFSA og er sérfræðingur í reglugerðum Evrópusambandsins varðandi riðuveiki. Hann tekur þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

Hinn eiginlegi bændafundur hefst í menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð kl. 20:00. En til að geta komið enn meiri fróðleik að og gefið áhugasömum aukið tækifæri á að spyrja spurninga var ákveðið að bæta við aukafundi sem hefst kl. 17:00 í Miðgarði í sal á efri hæð.

Dagskrá (með fyrirvara um smávegis breytingar)
Kl. 17:00-18:30, opinn aukafundur fyrir sérstaklega áhugasama

  • Tvö stutt erindi – meiri bakgrunnur
    • Um riðuskimun og -rannsóknir á Keldum - Stefanía Þorgeirsdóttir
    • Um mismunandi riðustofna - Romolo Nonno
  • Það allra nýjasta úr næmisprófunum - Vincent Béringue (meira um það seinna sama kvöld)
  • Mikill tími til að spyrja spurningar og tala við vísindamennina

Kl. 20:00, opinn upplýsingarfundur - allir velkomnir

  • Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri: ávarp
  • Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir sauðfjársjúkdóma hjá MAST: ávarp og stutt erindi
  • Angel Ortiz Pelaez, ESB-fulltrúi (fjarfyrirlestur): General overview to scrapie resistance breeding and regulations in EU, focus on options without or with delayed culling – Yfirlit: ræktun verndandi arfgerða í ESB og viðkomandi reglugerðir, áhersla á valkostum án niðurskurðar eða með frestaðan niðurskurð
  • Ben Maddison, sérfræðingur fyrir príon-umhverfissmit, Englandi: Circulation of prions in classical scrapie infected farms before and after decontamination – Smitefni á riðubæjum fyrir og eftir sótthreinsun

Spurningar og kaffihlé – tækifæri til að tala við vísindamennina

  • Vincent Béringue, príon-sérfræðingur, Frakklandi: Susceptibility / resistance of different genotypes – preliminary results from in vitro replication assay (PMCA) – Næmi mismunandi arfgerða fyrir riðusmiti – nýjustu bráðabirgðaniðurstöður úr PMCA-prófunum
  • Eyþór Einarsson (RML), Karólína Elísabetardóttir: Arfgerðir á Íslandi í dag – staða fyrir sauðburð og fyrstu niðurstöður úr lambagreiningum
    Spurningar
  • Christine Fast, príon-sérfræðingur, Jörn Gethmann, faraldsfræðingur, Juan Carlos Espinosa, sérfræðingur um riðustofna: Introducing the ScIce project – Stóra Evrópu-verkefnið um riðu á Íslandi: yfirlit yfir rannsóknirnar næstu árin

Lokaumræða

Túlkur á fundunum verður Karólína Elísabetardóttir.

Sjá nánar: 
Slóð á streymi frá báðum fundunum
Upptaka af fundunum sem verður aðgengileg nokkra daga eftir fundinn

/okg