Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Haustið er uppskerutími í mörgum skilningi. Að loknum heyönnum og öðrum sumarstörfum fara sauðfjárbændur og annað áhugafólk um sauðfé í smalamennskur, hvort sem þær eru nefndar göngur, leitir eða fjallferðir, eftir landsvæðum og aðstæðum. Þeim fylgja réttir sem í mörgum sveitum hafa yfir sér ákveðinn hátíðarblæ.
Listi yfir fjár- og stóðréttir haustið 2013 hefur nú verið birtur á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur sá um samantekt listans og Freyr Rögnvaldsson blaðamaður var honum til halds og trausts. Listann og frétt tengda honum má lesa hér.
Í fréttinni á vef Bændasamtakanna er einnig óskað eftir viðbótum og leiðréttingum á listanum, ef um slíkt er að ræða.
/sk