Uppfært kynbótamat fyrir sauðfé

Laufi 08-848
Laufi 08-848

Búið er að uppfæra kynbótamat í sauðfjárrækt fyrir alla eiginleika sem það er reiknað fyrir. Beðið var með að senda út haustbækur sökum þess, en þær fara að berast mönnum í næstu viku.

Líkt og undanfarin ár hafa verið teknir saman listar yfir efstu hrúta í kynbótamati fyrir hvern eiginleika fyrir sig. Þessir listar eru nú aðgengilegir hér á heimasíðu RML, fyrr í sumar voru komnir listar yfir efstu hrúta í gerð, fitu og kjötgæðum. Núna bætast við listar yfir efstu hrúta í frjósemi, mjólkurlagni og heildareinkunn. Einnig er þarna listi yfir sæðingahrúta og umfjöllun um breytingar á kynbótamati þeirra hrúta sem voru í notkun síðasta vetur og eiga stóra afkvæmahópa um allt land nú í haust.

/eib