Fréttir

Kynbótasýning á Akureyri 15.-17. maí

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Léttis á Akureyri dagana 15. til 17. maí ef næg þátttaka fæst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudag 3. maí.
Lesa meira

Kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík 13.-17. maí

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 13. til 17. maí ef næg þátttaka næst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudag 3. maí.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur á kynbótasýningu á Selfossi 6.-10. maí

Skráningarfrestur á kynbótasýninguna á Selfossi dagana 6. til 10 maí hefur verið framlengdur til mánudagsins 29. apríl. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Opnað var á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þann 15. apríl síðastliðinn. Allar nánari upplýsingar í síma Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins 516-5000 eða á heimasíðunni www.rml.is þar sem t.d. eru leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá hross á sýningu. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is.
Lesa meira

Kynbótasýning á Selfossi - síðasti skráningardagur nálgast

Kynbótasýning fer fram á Brávöllum á Selfossi dagana 6. til 10. maí ef næg þátttaka verður. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Opnað var á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þann 15. apríl síðastliðinn. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudagur 26. apríl, þannig nú er um að gera að drífa í að skrá og greiða.
Lesa meira

Bestu nautin í árgangi 2005 verðlaunuð

Á ársfundi Fagráðs í nautgriparækt sem haldinn var að Gauksmýri í Húnaþingi fimmtudaginn 18. apríl s.l. voru afhent verðlaun fyrir besta nautið fætt árið 2005. Að þessu sinni hlutu tvö naut þessa nafnbót og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá því að þessi verðlaun voru fyrst veitt. Þau naut sem nafnbótina hlutu eru Vindill 05028 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og Birtingur 05043 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi.
Lesa meira

Viðbrögð við kali

Síðustu daga hefur RML haldið nokkra fundi í samstarfi við búnaðarfélög og búnaðarsambönd á norður og austurlandi þar sem umfjöllunarefnið hefur verið viðbrögð við yfirvofandi kali í vor. Fundirnir fóru fram á Möðruvöllum í Hörgárdal, Hótel Héraði á Egilsstöðum, Félagsheimilinu Sólvangi á Tjörnesi og Höfðaborg á Hofsósi. Almennt hafa bændur miklar áhyggjur af yfirvofandi kali og tilgangur fundanna var að búa bændur undir jarðvinnslu og ræktun í kjölfar kals.
Lesa meira

Samantekt yfir sáðvöru 2013

Ráðunautar RML hafa nú sett saman tvo lista yfir sáðvöru sem er á markaði þetta árið. Annarsvegar er það listi sem sýnir þá stofna og yrki af túngrasfræi, grænfóðri og korni sem eru nú til sölu og hinsvegar listi yfir grasfræblöndurnar. Í listunum koma fram upplýsingar um stofna og yrki ásamt upplýsingum um hvernig þau hafa reynst í prófunum. Þá eru þarna upplýsingar um sáðmagn og loks verð samkvæmt listum fræsalanna.
Lesa meira

Byggðir Eyjafjarðar 2010

Út er komin bókin Byggðir Eyjafjarðar 2010 sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar gefur út í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins sem fagnað var í fyrra. Í bókinni er umfjöllun um allar byggðar jarðir, stök hús og gömul býli á starfssvæði BSE við Eyjafjörð, þ.e. í sveitarfélögunum Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyri og Eyjafjarðarsveit. Búnaðarsamband Eyjafjarðar gaf á sínum tíma út hliðstæðar bækur sem miðuðust annars vegar við árslok 1970 og hins vegar árslok 1990. Í síðarnefndu útgáfunni er að finna ábúendatal bújarðanna aftur til ársins 1900.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is

Mikil og góð þátttaka var á námskeiðum í jarðræktarforitinu Jörð.is sem Landbúnaðarháskóli Íslands og Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins stóðu að. Haldin voru 10 námskeið í febrúar og mars s.l. víðs vegar um landið, frá Hvolsvelli, vestur um og norður til Akureyrar. Kennari var Sigurður Jarlsson, jarðræktarráðunautur hjá RML.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Í dag 15. apríl var opnað fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þannig að nú ættu menn ekki að þurfa að vera á síðustu stundu að skrá. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hnappur hér til hægri á síðunni þar sem hægt er að komast beint inn á skráningarsíðuna.
Lesa meira