Mikil eftirspurn eftir ráðgjöf á sviði bygginga og bútækni

Næg verkefni eru hjá RML á nýju ári. Á dögunum var Unnsteinn Snorri Snorrason bygginga- og bútækniráðunautur á ferðinni í Austur-Skaftafellssýslu. Af því tilefni var haldinn fræðslufundur um fjósbyggingar á fjósloftinu hjá Eiríki og Elínu á Seljavöllum í Nesjum og var meðfylgjandi mynd tekin á þeim fundi.

Mikill áhugi hefur verið fyrir ráðgjöf tengdri byggingum og bútækni og hvetjum við þá sem óska eftir aðstoð til að hafa samband tímanlega. Hægt er að hringja í Unnstein Snorra beint í síma 516-5065 eða senda honum tölvupóst í gegnum netfangið uss@rml.is.

uss/okg