Kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Ás 09-877
Ás 09-877

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorin 2014 sem búið var að skrá í gagnagrunninn um mánaðarmótin júlí/ágúst náðu inn í útreikninginn. Haustbækur fara í prentun núna í vikunni og fara berast til bænda um og uppúr næstu helgi.

Tekinn var saman listi yfir kynbótamat sæðishrúta sem eiga fleiri en 100 fæddar dætur á árunum 2010-2013 eða voru í notkun á sæðingastöð síðasta vetur. Þeir sæðishrútar sem hafa hækkað um 4 stig eða meira frá síðasta útreikningi eru: Soffi 10-885, Þristur 08-872, Höttur 09-887, Bassi 09-878, Kroppur 10-890, Rosi 11-899, Snær 07-867, Brjánn 08-856, Seiður 09-874, Þorsti 11-910 og Ás 09-877. Þeir hrútar sem lækkuðu um 4 stig eða meira frá síðasta útreikningi eru: Þróttur 08-871, Drífandi 11-895, Knapi 07-868, Prúður 11-896, Máni 09-849 og Bursti 12-912.

Sjá nánar:
Kynbótamat fyrir frjósemi hjá sæðishrútum sem eiga dætur fæddar 2010-2013

/eib