Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag hittust jarðræktar- og fóðurráðunautar til skrafs og ráðagerða og undirbjuggu ráðgjafarstarfið næstu misserin. Margs konar verkefni, sem miða að því að aðstoða bændur við ná betri árangri í búrekstrinum, eru í gangi eða eru að fara af stað. Undanfarna daga hafa t.d. fóðurráðunautarnir verið að taka heysýni en fyrstu niðurstaðna úr þeim er að vænta eftir u.þ.b. tvær vikur. Þá mun fóðuráætlanagerð fara í fullan gang m.a. í formi ráðgjafarpakkanna Stabba og Stæðu. Jarðræktarráðunautarnir eru á sama tíma að undirbúa jarðvegssýnatöku sem er liður í því að útbúa markvissar áburðaráætlanir en oft á tíðum hefur vantað upp á að næg gögn liggi að baki áætlanagerðinni. Markviss áburðaráætlanagerð er meðal annars boðin undir nafninu Sprotinn.
Jarðræktar- og fóðurráðunautar ásamt fagfólki á þessu sviði hjá LbhÍ hafa hist um svipað leyti árlega undanfarin ár. Fundirnir hafa verið haldnir á Hvanneyri, Möðruvöllum í Hörgárdal, á Korpu í Reykjavík og að Löngumýri í Skagafirði en að þessu sinni var fundurinn haldinn á Suðurlandi eða nánar tiltekið í Gunnarsholti á Rangárvöllum.
Margt fróðlegt var að sjá og heyra í húsakynnum Landgræðslunnar og þá einkum undir handleiðslu Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Einnig má nefna að í Gunnarsholti er stunduð mjög umfangsmikil kornrækt, mest af Björgvini Harðarsyni í Laxárdal sem fór með hópinn um akrana ásamt því að miðla hópnum af mikilli reynslu og þekkingu. Einnig var farið að Norðurgarði á Skeiðum þar sem Ásmundur Lárusson bóndi sagði frá og sýndi sitt myndarlega bú.
Að venju var fundurinn bæði skemmtilegur og fróðlegur og munu ráðunautarnir nú margs fróðari og enn betur í stakk búnir til að veita bændum góða þjónustu.
Á facebooksíðu RML má sjá myndir sem Borgar Páll Bragason og Unnsteinn Snorri Snorrason tóku á fundinum.
Sjá nánar:
bpb/okg