Upplýsingar um fyrstu nautin fædd 2013

Flóki 13020
Flóki 13020

Nú eru upplýsingar um fyrstu óreyndu nautin fædd 2013 og sæði úr fer til dreifingar, komnar á nautaskra.net. Um er að ræða 11 naut sem sæði úr kemur til dreifingar á næstu dögum í og á Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og Austur-Skaftafellsýslu. Sæði úr þeim kemur svo til dreifingar á öðrum svæðum jafnharðan og dreifingu á sæði úr óreyndum nautum vindur fram þar.

Nautin sem hér um ræðir eru Klaki 13003 frá Dæli í Fnjóskadal, Korgur 13008 frá Ytri-Tungu 1A á Tjörnesi, Kakali 13009 frá Engihlíð í Vopnafirði, Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð, Víkingur 13017 frá Syðri-Knarrartungu á Snæfellsnesi, Flóki 13020 frá Stóra-Ármóti í Flóa, Hálfmáni 13022 frá Brjánsstöðum í Grímsnesi, Drómi 13024 frá Flugumýrarhvammi í Skagafirði, Bárður 13027 frá Villingadal í Eyjafirði, Gimsteinn 13028 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði og Fáfnir 13031 frá Eystra-Súlunesi í Melasveit.

Að venju má einnig finna pdf-skjal með sömu upplýsingum á vefnum en þau geta verið handhæg til útprentunar. Ungnautaspjöld með upplýsingum um þessi naut fara í almenna dreifingu til bænda innan örfárra daga. Rétt er að geta þess að á spjöldunum er að finna upplýsingar um Tangó 13001 sem sæði úr mun því miður ekki koma til dreifingar vegna ónógra gæða. Það lá ekki fyrir þegar spjöldin fóru í prentun.

Sjá nánar:

Nautaskra.net

/gj