Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðu RML líður að því að ráðunautar fari um sveitir og bjóði upp á heysýnatöku. Vothey þarf að verkast í 6-8 vikur frá hirðingu þar til sýni er tekið, en sé þurrefnisinnihald komið upp undir og yfir 50% í fóðrinu má það bíða styttri tíma frá hirðingu þar sem minni breytingar verða á fóðrinu vegna gerjunar. Einfalt skipulag heysýnatöku á Suðurlandi er eftirfarandi:
17. ágúst: Mýrdalur og Eyjafjöll
18.-19. ágúst: Landeyjar
20.-21. ágúst: Flói
24. ágúst: Rangárvallasýsla
25. ágúst: Gnúpverjahreppur, Skeið
26. ágúst: Hrunamannahreppur
27. ágúst: Tungur, Grímsnes, Laugardalur og nærsveitir
1.-2. september: Skaftárhreppur
Einnig er reiknað með að fara um Vestur-Húnavatnssýslu og Hrútafjörð að vestan mánudaginn 7. september. Enn er tekið á móti pöntunum á heimasíðu RML, en einnig er hægt að hafa samband við ráðunauta RML ef einhverjar spurningar vakna.
Berglind Ósk Óðinsdóttir, sími 516-5009 (boo@rml.is)
Eiríkur Loftsson, sími 516-5012 (el@rml.is)
Gunnar Guðmundsson, sími 516-5022 (gg@rml.is)
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, sími 516-5029 (jona@rml.is)
Lena Reiher, sími 516-5034 (lr@rml.is)
Þórður Pálsson, sími 516-5048 (thp@rml.is)
jþr/okg