Kynbótasýning á Sörlastöðum 20.-22. maí 2015

Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 20.-22. maí 2015. Dómar fara fram dagana 20.-21., þ.e. miðvikudag til fimmtudags en yfirlitssýning verður föstudaginn 22. maí n.k. Alls eru 49 hross skráð til dóms.

Búið er að birta hollaröðun á sýningunni hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér hægra megin á forsíðunni.

Við biðjum eigendur og sýnendur að mæta tímanlega með hrossin til dóms þannig að dómstörf gangi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.

Fyrir þá sem ekki vita hvar Sörlastaðir eru má nota hlekk yfir á kort á ja.is hér að neðan.

Sjá nánar:

Röð hrossa 

Hollaröð eftir knöpum 

Hvar eru Sörlastaðir? 

hes/gj