Fréttir

Kynbótasýning á Fljótsdalshéraði 4.-5. júní

Kynbótasýning fer fram á Fljótsdalshéraði dagana 4.-5. júní. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir apríl eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til síðdegis þ. 11. maí var búið að skila skýrslum aprílmánaðar frá 91% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.495,4 árskúa á fyrrnefndu 91% búanna, var 5.747 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning á Blönduósi 18.-22. maí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða sýningu á Blönduósi og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000. Næsta kynbótasýning á Norðurlandi verður haldin á Sauðárkróki dagana 26.-29. maí og er síðasti skráningardagur á hana föstudagurinn 15. maí.
Lesa meira

Kynbótasýningar í Kópavogi og á Sauðárkróki 26.-29. maí.

Kynbótasýningar fara fram á Kjóavöllum í Kópavogi og á Sauðárkróki dagana 26.-29. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Tilkynning vegna röntgenmynda af hækillið stóðhesta

Vegna verkfalls dýralækna sem starfa hjá Matvælastofnun hefur aflestur röntgenmynda og birting niðurstaðna þeirra inn í Worldfeng legið niðri. Skýrt er á um það kveðið i viðauka við reglugerð 442/2011 um uppruna og ræktun íslenska hestsins að stóðhestar 5 vetra og eldri hljóti ekki dóm nema skilyrðum um myndatöku og birtingu hafi verið fullnægt. Búið er að senda beiðni um undanþágu vegna þessa til Matvælastofnunar.
Lesa meira

Kynbótasýning á Blönduósi 18.-21. maí

Kynbótasýning fer fram á Blönduósi dagana 18.-21. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Kynbótasýning á Sörlastöðum - munið að síðasti skráningardagur er föstudagurinn 8. maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 18.-21. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Leiðbeiningamyndbönd - FJARVIS.IS

Útbúin hafa verið nokkur kennslumyndbönd sem taka á helstu atriðum varðandi vorskráningu í Fjárvís og þau atriði sem notendur hafa mest spurt um síðustu vikurnar. Fleiri myndbönd verða útbúin seinna á árinu. Ef menn gefa sér tíma til að horfa á öll þessi myndbönd eiga menn að geta skráð vorupplýsingar 2015 í kerfið án hjálpar.
Lesa meira

Fréttabréf fóðurhóps RML komin á vefinn

Fóðurhópur RML sendir mánaðarlega frá sér fréttabréf til bænda sem eru í ráðgjafarpökkunum Stabba og Stæðu, auk þeirra sem eru áskrifendur að Norfor með eigin aðgang. Nú eru þessir fréttapistlar komnir hér inn á heimasíðu RML fyrir alla sem áhuga hafa á fóðrun nautgripa og fóðuröflun.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Í dag var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna www.rml.is en á forsíðunni hægra megin er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira