Fréttir

Skráningar á mið- og síðsumarssýningar

Þann 15. júní verður opnað á skráningar á miðsumarssýningar og þann 18. júlí á síðsumarssýningar. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna www.rml.is en á forsíðunni hægra megin er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana fyrir lambamælingar

Opnað hefur verið fyrir móttöku rafrænna pantana á lambadómum fyrir komandi haust. Líkt og verið hefur er m.a. tekið tillit til þess við skipulagningu sauðfjárdóma hversu tímalega bændur hafa pantað. Nánari upplýsingar um lambadóma verða kynntar betur síðar.
Lesa meira

Ráðunautar RML læra af sænskum kollega

Síðustu daga hafa jarðræktar- og fóðurráðunautar RML fundað með sænska jarðræktarráðunautinum Lars Ericsson. Lars starfar við jarðræktarráðgjöf og rannsóknir norðarlega í Svíþjóð (Västerbotten) en aðstæður þar eru um margt líkar því sem við þekkjum hér á landi. Ríkharð Brynjólfsson og Guðni Þorvaldsson prófessorar hjá LbhÍ tóku þátt í fundinum sem var mjög fróðlegur og gagnlegur.
Lesa meira

Landssamtök sauðfjárbænda og dýralæknar leita skýringa á vanhöldum í sauðfé

Að undanförnu hefur vaknað nokkur umræða um vanhöld á sauðfé. Skýringin virðist ekki einföld og dýralæknar sem starfa hjá Matvælastofnun hafa fengið undanþágu frá verkfalli til þess að koma að málinu, m.a. með töku blóðsýna svo leita megi orsakanna. Landssamtök sauðfjárbænda hafa á vef sínum óskað eftir upplýsingum frá bændum svo átta megi sig á umfanginu.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar í Víðidal 12. júní

Hér að neðan má sjá hollaröðunina fyrir yfirlitssýninguna í Víðidal, sem hefst stundvíslega kl. 8:00. Áætluð sýningarlok eru um kl. 16:00.
Lesa meira

Hollaröð á yfirlitssýningu á Hellu föstudaginn 12. júní

Hollaröð seinni yfirlitssýningar kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu er nú komin á vefinn hjá okkur. Sýningin hefst kl 8:00 og er dagskrá dagsins eftirfarandi:
Lesa meira

Hollaröð á yfirlitssýningu á Akureyri

Yfirlitssýning hefst á Akureyri kl. 09:00 föstudaginn 12. júní. Hér má sjá hollaröðun fyrir yfirlitið.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir maí eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til um kl. 8:30 að morgni þess 11. júní var búið að skila skýrslum maímánaðar frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.144,9 árskúa á fyrrnefndum 89% búanna, var 5.746 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira