Fréttir

Samræmingarnámskeið í lambadómum

Í síðustu viku var haldið umfangsmikið námskeið á Stóra-Ármóti fyrir starfsmenn RML er koma að lambadómum og ráðgjöf í sauðfjárrækt. Námskeiðið hófst um hádegi á miðvikudaginn 2 . september en þá mættu nýir lambadómarar í þjálfun hjá þeim Eyþóri Einarssyni og Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur.
Lesa meira

Takmörkunum á dreifingu sæðis úr Bamba og Flekk aflétt 1. okt. n.k.

Fagráð í nautgriparækt hefur ákveðið að frá og með 1. október n.k. verði takmörkunum á dreifingu sæðis úr Bamba 08049 og Flekk 08029 aflétt og þeir til frjálsra afnota svo lengi sem sæði úr þeim er til. Hugsunin með þessari stýringu var að kalla eftir skipulegu vali bænda á kúm sem sæddar væru með sæði úr þessum nautum og tóm gæfist til þess óháð burðartíma. Það er ljóst að það hefur tekist og notkun, sérstaklega Bamba, hefur dreifst á lengri tíma og val hans á kýr orðið markvissara og betra en ella.
Lesa meira

Villa í lambabókum - Frjósemisyfirlit ánna

Í lambabókum sem prentaðar voru út í síðustu viku er að finna villu sem felst í því að talnarunan sem lýsir frjósemi ánna er yfir höfuð röng. Þetta lýsir sér m.a. í því að upplýsingar um gemlingsárið (um ærnar veturgamlar) eru vitlausar hjá öllum ánum. Búið er að laga þessa villu inn í Fjárvís.is og mun hún ekki birtast í þeim bókum sem prentaðar verða hér eftir. Tekið skal fram að villan hafði engin áhrif á kynbótamatsútreikninga fyrir frjósemi.
Lesa meira

Bústólpi og RML semja um ráðgjöf til kúabænda

RML og Bústólpi hafa gert samkomulag um gerð fóðuráætlana og ráðgjöf til bænda í haust. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð, sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunnfóðuráætlunar.
Lesa meira

Fjárvís - útgáfa 2.1.0

Fjárvís hefur verið uppfærður og helstu breytingar frá síðustu útgáfu eru þær að dómaskráning er komin inn og eins er búið að lagfæra skýrslur til að skoða niðurstöður kjötmats eftir hrútum og eins til að skoða niðurstöður lífþunga eftir hrútum.
Lesa meira

Uppfærsla Fjárvís og útsending haustbóka

Milli 14 og 16 í dag verður gerð uppfærsla á Fjárvís. Kerfið verður lokað á meðan. Talsvert er um fyrirspurnir vegna haustbóka, útsending þeirra stendur yfir núna og þær ættu að berast mönnum í þessari viku.
Lesa meira

DNA-stroksýni/örmerkingar á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson, ráðunautur hjá RML, verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu – og/eða þar sem þörf er fyrir þjónustuna, föstudaginn 4. september næstkomandi.
Lesa meira

Fræin í krukkunni

Á sveitasælu í Skagafirði um síðustu helgi var RML með getraun fyrir sýningargesti þar sem þeir áttu að segja til um hve mörg fræ af vetrarnepju væru í lítilli glerkrukku. Verðlaun fyrir réttasta svarið var að velja nafn á naut hjá Nautastöðinni á Hesti. Það var Ólafur Ísar Jóhannesson, ungur maður frá Brúnastöðum í Fljótum sem var með besta svarið, hann giskaði á 50 þúsund en í krukkunni voru 53 þúsund fræ. Við óskum honum til hamingju.
Lesa meira

Fallegasta kýrnafnið valið á Sveitasælu í Skagafirði

Sveitasæla í Skagafirði fór fram um helgina eins og margir vita. RML var með sýningarbás á staðnum og kynnti starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Þar var hægt að kjósa um fallegasta kýrnafnið, fólk einfaldlega skrifaði á blað það kýrnafn sem því fannst fallegast og setti í pottinn.
Lesa meira

Kynbótamat sauðfjár 2015

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorin 2015 sem búið var að skrá í gagnagrunninn um mánaðarmótin júlí/ágúst náðu inn í útreikninginn. Uppfært mat má nú finna inná Fjárvís. Ætternismat gripa í haustbókum sem fara að berast bændum mun taka tillit til þessa nýja mats.
Lesa meira