Breytingar á starfsmannahaldi

Guðmundur Steindórsson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í 45 ár.

Guðmundur hóf sín störf eftir útskrift frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar 1970-1971. Varð síðan nautgriparæktarráðunautur hjá Sambandi nautgriparræktarfélaga Eyjafjarðar 1971-1977. Sat í Framkvæmdastjórn S.N.E. frá 1972-1977. Varð nautgriparæktarráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar 1977-2000 og síðar nautgriparæktarráðunautur hjá Búgarði, sameinaðri ráðgjafarþjónustu Eyfirðinga og Þingeyinga 2001-2012. Guðmundur var Framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1988-1995 og nú síðast nautgriparæktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins 2013-2015. Guðmundur sat í kynbótanefnd Búnaðarfélags Íslands í nautgriparækt og síðar í ræktunarhópi fagráðs 1972-2007.

Guðmundur hefur því unnið vel og lengi með bændum. Starfsfólk RML þakkar Guðmundi samstarfið undanfarin ár og góð viðkynni.

boo/okg