Fréttir

Uppfærsla á Fjárvís í kvöld getur valdið truflunum

Skýrsluhaldsforritið Fjárvís verður uppfært þriðjudagskvöldið 6. október milli klukkan 19 og 20. Gera má ráð fyrir að notendur geti orðið fyrir truflunum á meðan á uppfærslu stendur.
Lesa meira

Nýir sæðingastöðvahrútar

Í sumar var safnað saman á sæðingastöðvarnar þeim hrútum sem koma nýir inn á grunni reynslu á heimabúi og fylgir hér stutt umfjöllun um þá ásamt kynbótamati.
Lesa meira

Elin Nolsøe Grethardsdóttir komin til starfa

Elin Nolsøe Grethardsdóttir hóf störf hjá RML nú í september. Hún mun starfa í faghópi nautgriparæktar og hafa starfsaðstöðu á Búgarði á Akureyri. Elin verður í 80% starfshlutfalli. Hægt er að ná í Elinu í síma 516 5066 eða í gegnum netfangið elin@rml.is.
Lesa meira

Hvaða vaxtakjör eru í boði hjá fjármálastofnunum?

Hækkun vaxta óverðtryggðra lána. Eins og fram hefur komið hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti bankans á síðustu misserum, ein afleiðing þess er hækkun á óverðtryggðum útlánavöxtum viðskiptabankanna. Í meðfylgjandi töflu koma fram lægstu útlánavextir helstu lánastofnana eins og þær birtast á heimasíðum viðkomandi lánastofnana.
Lesa meira

Rekstrargrunnur BÍ

Óskað er eftir að bændur sendi inn rekstrargögn núna, vegna rekstrarársins 2014 og fyrr. Í framhaldinu verði svo send inn gögn í kjölfar skila á VSK-skýrslum og skattframtali.
Lesa meira

Búseta í sveit - Rafrænir vegvísar nú aðgengilegir á netinu

Síðastliðinn vetur litu dagsins ljós bæklingar sem ætlaðir eru til ráðgjafar vegna ættliðaskipta í landbúnaði, á vef RML. Aðgengilegir voru bæklingar sem veittu almennar upplýsingar ásamt því að til boða voru rafrænir vegvísar gegn gjaldi. Nú eru þeir vegvísar aðgengilegir á netinu, endurgjaldslaust.
Lesa meira

Vinnufundur NorFor í Svíþjóð

Dagana 16.-17. september var haldið svokallað NorFor Workshop en það er vinnufundur sem NorFor býður ráðunautum aðildarlandanna að sækja. Skipulagið er sett upp af NorFor og tengiliðum hvers lands sem sjá bæði um hagnýt og fagleg atriði skipulagsins.
Lesa meira

Árlegur stefnumótunarfundur NorFor í Svíþjóð

Dagana 10. og 11. september fór fram hinn árlegi fundur NorFor þar sem koma saman stjórn NorFor sem hefur á að skipa fólki frá aðildarlöndunum fjórum (Noregi, Danmörku, Svíþóð og Íslandi) sem og fulltrúar þeirra sem vinna með kerfið, en löndin hafa öll sína tengiliði sem vinna í mismunandi hópum innan NorFor og sjá um að upplýsa ráðunauta í viðkomandi landi um uppfærslur og breytingar sem eiga sér stað.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður heysýna lofa góðu

Nú eru komnar niðurstöður úr um 150 heysýnum sem send voru til greiningar hjá BLGG í Hollandi. Ríflega þrír fjórðu sýnanna eru af Suðurlandi og hefur ágætt heyskaparsumar sunnanlands því mikil áhrif á meðaltöl heysýnanna enn sem komið er.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir ágúst sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegi þ. 11. september, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.385,9 árskúa á þessum 93% búanna, var 5.790 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira