Fréttir

Yfirlit á Sörlastöðum

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði föstudaginn 22. maí og hefst kl. 9:00. Röð flokka verður eftirfarandi:
Lesa meira

Lokaskráning föstudaginn 22. maí!

Við viljum minna á að lokaskráningardagur á allar vorsýningar á suðvesturhorni landsins er föstudaginn 22. maí næstkomandi. Sýningarnar sem um ræðir eru á Gaddstaðaflötum, Miðfossum og í Víðidal. Hætt er við að mikið álag skapist þann dag á skráningarkerfið, þannig það er um að gera að drífa í að skrá sem fyrst.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Kópavogi 28.-29. maí

Kynbótasýning verður á Kjóavöllum í Kópavogi dagana 28.-29. maí 2015. Dómar fara fram fimmtudaginn 28. maí og hefjast klukkan 08:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 29. maí. Alls eru 35 hross skráð til dóms. Búið er að birta hollaröðun á sýningunni hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér hægra megin á forsíðunni.
Lesa meira

Ungfolaskoðun

Fyrirhugað er að bjóða upp á að skoða unga ógelta fola í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum þriðjudaginn 26. maí ef nægur áhugi reynist fyrir hendi. Skoðunin verður framkvæmd af Þorvaldi Kristjánssyni ábyrgðarmanni hrossræktar hjá RML og gefur hann skriflega umsögn um hvern fola. Farið verður heim á bæi og þarf að greiða 6.200 kr m.vsk. fyrir fyrsta folann sem skoðaður er á hverjum stað en 3.720 kr (m.vsk.)
Lesa meira

Kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík 8.-12. júní

Kynbótasýning fer fram í Víðidal í Reykjavík dagana 8.-12. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er föstudagurinn 22. maí.
Lesa meira

Kynbótasýning á Mið-Fossum í Borgarfirði 1.-5. júní

Kynbótasýning fer fram á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 1.-5. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er föstudagurinn 22. maí.
Lesa meira

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum við Hellu 1.-12. júní

Kynbótasýning fer fram á Gaddstaðaflötum á Hellu dagana 1.-12. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er föstudagurinn 22. maí.
Lesa meira

Tilkynning vegna röntgenmynda af hækilliðum stóðhesta

Vegna verkfalls dýralækna sem starfa hjá Matvælastofnun hefur lestur af röntgenmyndum af hækilliðum stóðhesta og birting niðurstaðna í WorldFeng legið niðri. Þetta er forsenda þess að hægt sé að skrá stóðhesta sem eru 5 vetra og eldri á kynbótasýningar.
Lesa meira

Kynbótasýning á Sörlastöðum 20.-22. maí 2015

Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 20.-22. maí 2015. Dómar fara fram dagana 20.-21., þ.e. miðvikudag til fimmtudags en yfirlitssýning verður föstudaginn 22. maí n.k. Alls eru 49 hross skráð til dóms. Búið er að birta hollaröðun á sýningunni hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" hér hægra megin á forsíðunni.
Lesa meira

DNA-sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson, ráðunautur hjá RML, verður við DNA-stroksýnatökur í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 15. maí. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur í síma 862-9322 og/eða petur@rml.is. Minnum á að frá vori 2015 verða allar hryssur sem koma til kynbótadóms að vera skráðar með DNA sýnatöku í WorldFeng.
Lesa meira