Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorin 2015 sem búið var að skrá í gagnagrunninn um mánaðarmótin júlí/ágúst náðu inn í útreikninginn. Uppfært mat má nú finna inná Fjárvís. Ætternismat gripa í haustbókum sem fara að berast bændum mun taka tillit til þessa nýja mats.
Tekinn var saman listi yfir kynbótamat sæðishrúta sem eiga fleiri en 100 fæddar dætur á árunum 2011-2014 eða voru í notkun á sæðingastöð síðasta vetur.
Einnig var tekinn saman listi yfir kynbótamat sæðishrúta sem voru í notkun veturinn 2014-2015 ásamt stuttri umfjöllun um kynbótamat hvers og eins hrúts.
Sjá nánar:
Kynbótamat fyrir frjósemi hjá sæðishrútum sem eiga dætur fæddar 2011-2014
Umfjöllun um kynbótamat sæðishrúta 2015