Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Laugardaginn 7. nóvember stóð Búnaðarsamband Austurlands í samstarfi við RML fyrir fræðadegi fyrir bændur á sínu starfssvæði. Á fundinum voru milli 40-50 þáttakendur. Fjórir starfsmenn RML komu að fundinum, þau Runólfur Sigursveinsson, María Svanþrúður Jónsdóttir, Guðný Harðardóttir og Guðfinna Harpa Árnadóttir. Efnistök fundarins voru fjölbreytt en starfsmenn RML kynntu áætlanagerð RML, verkefnið Búsetu í sveit, fjármögnun í landbúnaði og kostnað við gróffóðuröflun. Önnur viðfangsefni voru skjólbeltarækt, vinnuvernd í landbúnaði, bændatorgið og kynning á átaksverkefni í matjurtarækt á Austurlandi. Í hádegi var kynning á vinnslustöð MS á Egilsstöðum og afurðum MS. Góðar umræður sköpuðust á fundinum og almenn ánægja með hvernig til tókst.
ghá/okg