Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuðina, þegar maí er á enda runninn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir nón þann 11. júní. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 117 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.139,9 árskúa á búunum 441 var 6.518 kg. eða 6.480 kg. OLM
Lesa meira

Hollaröð reiðdómur Hólar þriðjudaginn 11.06.

Þriðjudaginn 11.06. mæta hross til reiðdóms á Hólum sem voru sköpulagsdæmd mánudaginn 10.06. Hér má sjá röðun fyrir þriðjudaginn:
Lesa meira

Einungis sköpulagsdómar á Hólum í dag, 10.06. - sjá frétt

Kynbótasýningin sem fram fer á Hólum, og hófst í dag, leggur aðeins öðruvísi af stað en venja er. Í dag, mánudag, er einungis verið að sköpulagsdæma hross (sem vera áttu á mánudag og þriðjudag) og á morgun, þriðjudag, koma þessi sömu hross til reiðdóms. Aðrir dagar verða með hefðbundnu sniði. Sýningarstjóri biðlar til knapa og umráðamanna hrossa að vera með puttann á púlsinum til að allt megi ganga sem best.
Lesa meira

Mælingar kynbótahrossa

Þegar hross koma til kynbótadóms eru þau mæld og eru skrokkmálin ellefu eins og sést á meðfylgjandi mynd. Tilgangur mælinganna er að fylgjast með þróun í stærð og hlutföllum íslenska hestsins.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningum á Suðurlandi vikuna 18. til 21. júní hefur verið birt

Sýningarnar eru á Rangárbökkum við Hellu (96 hross), Spretti í Kópavogi (56 hross) og Brávöllum á Selfossi (96 hross). Röðun hrossa á þessum sýningum hefur verið birt hér á síðunni. Með því að smella á hnappinn Röðun hrossa á kynbótasýningum hér á forsíðunni, má nálgast nýjustu upplýsingar um hollaröðun sýninga.
Lesa meira

Vegna veðurs - viðbragðshópur

Vegna veðurs sem hefur gengið yfir á Norður- og Austurlandi eru þeir bændur sem eiga í erfiðleikum og þurfa á aðstoð að halda hvattir til þess að hafa samband við neyðarsíma 112. Almannavarnir og lögregla er vel meðvituð um það ástand sem bændur standa nú frammi fyrir. Settur hefur verið saman viðbragðshópur til þess að kortleggja ástandið og meta næstu skref.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar sauðfjár, staða mála

Eftir að nýja pöntunarkefið komst í gagnið er búið að senda út 73.132 hylki fyrir arfgerðagreiningu sauðfjár og þar er mjög gleðilegt hvað bændur eru áhugasamir um þátttöku í þessu mikilvæga verkefni. Öll þessi hylki eru forskráð beint inn á hvert bú í Fjárvís og hægt að tengja þau við gripi undir flipanum Skráning “Forskrá DNA sýnanúmer“, eða á forsíðu Fjárvís undir Haustbók “DNA forskráning“.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar í Víðidal 7. júní

Yfirlit kynbótasýningar í Víðidal fer fram föstudaginn 7. júní og hefst kl. 08.00 Hollaröð má nálgast með því að smella á fréttina og hlekkinn hér og í gegnum forsíðuna hjá okkur á hnappnum Röðun hrossa á kynbótasýningum. Áætluð lok sýningar er um kl. 15:50
Lesa meira

Yfirlitssýning á Rangárbökkum 6. júní

Yfirlitssýning annarar vorsýningar á Rangárbökkum fer fram fimmtudaginn 6. júní og hefst kl. 08.30 Hollaröð má nálgast í gegnum hnappinn Röðun hrossa á kynbótasýningum.
Lesa meira

Heimsóknir ráðunauta í kornakra í júní 2024

Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku kemur til landsins mánudaginn 10. júní næstkomandi. Hann mun heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig mun hann skoða kornakra en síðustu ár hefur RML boðið upp á kornskoðun með Benny bændum að kostnaðarlausu. Reynt er að horfa til þess að dreifa staðsetningum milli ára eins og hægt er.
Lesa meira