Fréttir

Alþjóðlegu kynbótadómaranámskeiði FEIF lokið

Annað hvert ár er haldið alþjóðlegt kynbótadómaranámsskeið á vegum FEIF á Íslandi og að þessu sinni var það haldið í Kríunesi í Kópavogi, 8. til 10. mars. Fyrirlesarar voru Þorvaldur Kristjánsson og Heimir Gunnarsson. Verkleg æfing var haldin á laugardeginum og lánaði Helgi Jón Harðarson hesthúsið sitt í það og Eyjólfur Þorsteinsson útvegaði hross í verkefnið. Þökkum við þeim Helga Jóni og Eyjólfi kærlega fyrir aðstoðina. Erlendis hefjast kynbótasýningar í byrjun apríl en hér á landi verður fyrsta sýningin á Rangárbökkum í lok maí. Búast má við spennandi vori enda landsmót fram undan.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt árið 2023

Vakin er athygli á niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárækt sem voru birtar hér á heimasíðunni fyrir nokkru síðan (undir forrit og skýrsluhald). Auk hefðbundinna niðurstaðna sem áskrifendur að Fjárvís geta jafnframt séð hjá sér, má m.a. sjá þarna hinn árlega lista sem unninn hefur verið yfir bú sem ná góðum árangri 2023 (Úrvalsbú). Auk þess er þarna að finna árlegar umfjallanir um afkvæmarannsóknir bæði á vegum bænda og sæðingastöðvanna. Gerð verður frekari grein fyrir bæði niðurstöðum skýrsluhalds og afkvæmarannsóknum á vegum bænda árið 2023 í Bændablaðinu síðar.
Lesa meira

Opnun á vefsíðu Loftslagsvæns landbúnaðar

Í dag var opnuð við hátíðlega athöfn á búnaðarþingi ný vefsíða; loftslagsvaennlandbunadur.is. Það eru Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Land og skógur með stuðningi matvælaráðuneytisins og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, sem standa að síðunni. Síðan hefur þann tilgang að miðla fræðslu um loftslagsvæna og sjálfbæra búskaparhætti og koma á framfæri upplýsingum um þau verkefni og árangur sem þátttökubú í Loftslagsvænum landbúnaði hafa náð.
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Eins og áður hefur komið fram er þessa dagana verið að birta fyrirlestra sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML þann 23. nóvember. Í dag voru tvær upptökur birtar, fyrirlestur Helga Jóhannessonar ráðunautar hjá RML um kartöflumyglu, mygluspá og mygluvarnir í hlýnandii veðurfari og fyrirlestur Þóreyjar Gylfadóttur um þá þjónustu og áherslur sem RML setur í jarðrækt.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar eftir nýliðinn febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar á síðustu 12 mánuðum, nú eftir lok febrúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fram undir hádegi þann 11. mars. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 437 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.732,6 árskúa á búunum 437 reiknaðist 6.480 kg. eða 6.395 kg. OLM
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Fyrr í vikunni voru birtir tveir fyrirlestrar sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML þann 23. nóvember. Nú hafa þrír fyrirlestrar til viðbótar verið birtir. Það eru fyrirlestrar sem haldnir voru af Guðmundi Jóhannessyni ráðunaut hjá RML, Jóhannesi Sveinbjörnssyni sem er dósent við LbhÍ og bóndi að Heiðarbæ og Margréti Geirsdóttur sem er verkefnastjóri hjá Matís.
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar og ráðstefna í tilefni 80 ára afmælis Tilraunabúsins á Hesti

Hinn árlegi fagfundur sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal), fimmtudaginn 21. mars. Fundurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að dagskrá ljúki eigi síðar en kl. 17:00. Erindi þar verða fjölbreytt að vanda og greina frá niðurstöðum ýmissa rannsókna- og þróunarverkefna í sauðfjárrækt, meðal annars tengd riðu, fóðrun og meðferð, forystufé, sjúkdómum og kjötgæðum auk verðlaunaveitinga fagráðsins. Fundinum verður streymt og munu nánari upplýsingar um það birtast síðar.
Lesa meira

RML í 10 ár - Upptökur af fyrirlestrum

Á afmælisráðstefnu RML þann 23. nóvember voru fluttir fjölmargir fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er snúa að landbúnaði í víðum skilningi. Fyrirlestrarnir voru fluttir bæði af starfsfólki RML og gestafyrirlesurum. Á næstu dögum verða birtar upptökur af fyrirlestrunum hér á heimasíðu RML og þeir verða kynntir nánar í hvert sinn.
Lesa meira

Enn fjölgar „ARR bæjum“

Nú standa yfir greiningar á sýnum úr kindum úr Dölunum. Það er annarsvegar restin af hjörðinni í Vífilsdal og hinsvegar frá fimm bæjum sem eiga kindur sem skyldar eru þeim kindum sem fundust með ARR í Vífilsdal. Hluti af niðurstöðunum er nú komnar og þar með orðið ljóst að tveir nýir bæir bætast í hóp „ARR búa“, en ARR hefur verið staðfest í tveim kindum á Háfelli í Miðdölum og í þremur kindum í Geirshlíð í Hörðudal.
Lesa meira

Tilkynning frá stjórn RML

Vegna fráfalls Björns Halldórssonar stjórnarformanns. Þær sviplegu fréttir bárust stjórnarmönnum RML þann 21. febrúar sl. að Björn Halldórsson stjórnarformaður félagsins hefði látist þá um morguninn. Hugur okkar stjórnarmanna er hjá fjölskyldu Björns og sendum við þeim hugheilar samúðarkveðjur. Vegna aðstæðna kom stjórn RML saman til fundar þann 22. febrúar sl., þar sem ákveðið var að Vigdís Häsler stjórnarmaður RML myndi taka tímabundið við sem stjórnarformaður. Björn hafði síðustu misserin sem stjórnarformaður unnið ötullega að stefnumótunarvinnu RML ásamt yfirstjórn. Stærstu áföngum þeirrar vinnu var lokið og því ljóst að stjórn mun fyrst og fremst sinna venjubundnum störfum á næstu vikum s.s. samþykkt ársreiknings. Gert er ráð fyrir að stjórn BÍ muni skipa nýja stjórn RML að loknu Búnaðarþingi venju samkvæmt. F.h. stjórnar Vigdís Häsler
Lesa meira