29.11.2023
|
Guðmundur Jóhannesson
Undanfarna mánuði hefur starfshópur skipaður aðilum frá Bændasamtökum Íslands, Fagráði í nautgriparækt, Nautastöðinni og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins unnið að undirbúningi við innleiðingu kyngreinds sæðis í íslenskri nautgriparækt. Hópurinn hefur fundað með reglubundnum hætti og skoðað hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvernig best verður staðið að innleiðingunni.
Fyrir liggur að um tvo valkosti eða tvenns konar tækni er að ræða og eitt af hlutverkum hópsins er að vega og meta hvor tæknin hentar betur. Leitað hefur verið upplýsinga frá framleiðendum varðandi þætti eins og gæði, afköst og verð auk þess sem upplýsinga hefur verið leitað hjá frændum okkar í Danmörku og Noregi. Afköst við kyngreiningu á sæði eru lítil samanborið við töku og frystingu hefðbundins sæðis auk þess sem blöndun fyrir kyngreiningu er mun flóknari en blöndun hefðbundins sæðis og krefst bæði sérhæfðs búnaðar og mannskaps. Eitt af því sem hópurinn er að skoða er hvernig slíkum búnaði verður best fyrir komið og hvernig framkvæmd kyngreiningar verður með þeim hætti að kostnaði sé haldið í lágmarki með nægilegum afköstum fyrir íslenskar aðstæður.
Lesa meira