Fréttir

Gangmáladagatal 2024-25

Gangmáladagatal fyrir 2024-25 er á leiðinni til dreifingar með frjótæknum um land allt. Það er því um að gera að minna frjótækninn á hvort hann sé ekki með dagatal nú á næstu dögum. Gangmáladagtalið hefur sýnt sig vera eitthvert albesta hjálpartæki við beiðslisgreiningu og sæðingar sem völ er á og nákvæm og markviss notkun þess stuðlar að betri frjósemi en ella.
Lesa meira

Frá Bændasamtökum Íslands

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir lifun kálfa og gang burðar

Enn dregur til tíðinda í kynbótastarfinu í íslenskri nautgriparækt en kynbótamat fyrir „lifun kálfa“ og „gang burðar“ hefur nú verið birt í Huppu og á nautaskrá.is. Kynbótamatið er þróað af Agli Gautasyni, lektor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Um er að ræða mat fyrir þessa tvo fyrrnefnda eiginleika sem skiptist í nokkrar undireinkunnir en einnig birtast tvær samsettar einkunnir. Vonir standa til að kynbótamatið muni hjálpa okkur að berjast gegn allt of miklum kálfadauða í íslenska kúastofninum en í gagnaskrá kynbótamatsins eru 26% kálfa undan fyrsta kálfs kvígum skráðir dauðfæddir.
Lesa meira

RML 10 ára - Afmæliskaffi á starfsstöðinni á Höfðabakka 9 í Reykjavík

Miðvikudaginn 6. desember næstkomandi verður opið hús á milli kl. 14-16 á starfsstöðinni okkar að Höfðabakka 9 - fjórða hæð - í Reykjavík (Bogahúsið). Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændum í nágrenninu og breiðum hópi viðskiptavina okkar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu að koma við í kaffi og spjall um verkefni RML. Boðið verður uppá köku í tilefni 10 ára afmælisins. Hlökkum til að sjá ykkur, öll velkomin
Lesa meira

Afmælisráðstefna RML - Upptaka af ávörpum og fyrirlestrum fyrir hádegi

Fimmtudaginn 23. nóvember síðastliðinn var afmælisráðstefna RML haldin á Hótel Selfossi. Streymt var frá dagskrá ráðstefnunnar fyrir hádegi en eftir hádegi skiptist ráðstefnan upp í tvær málstofur.
Lesa meira

Af kyngreiningu nautasæðis

Undanfarna mánuði hefur starfshópur skipaður aðilum frá Bændasamtökum Íslands, Fagráði í nautgriparækt, Nautastöðinni og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins unnið að undirbúningi við innleiðingu kyngreinds sæðis í íslenskri nautgriparækt. Hópurinn hefur fundað með reglubundnum hætti og skoðað hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvernig best verður staðið að innleiðingunni. Fyrir liggur að um tvo valkosti eða tvenns konar tækni er að ræða og eitt af hlutverkum hópsins er að vega og meta hvor tæknin hentar betur. Leitað hefur verið upplýsinga frá framleiðendum varðandi þætti eins og gæði, afköst og verð auk þess sem upplýsinga hefur verið leitað hjá frændum okkar í Danmörku og Noregi. Afköst við kyngreiningu á sæði eru lítil samanborið við töku og frystingu hefðbundins sæðis auk þess sem blöndun fyrir kyngreiningu er mun flóknari en blöndun hefðbundins sæðis og krefst bæði sérhæfðs búnaðar og mannskaps. Eitt af því sem hópurinn er að skoða er hvernig slíkum búnaði verður best fyrir komið og hvernig framkvæmd kyngreiningar verður með þeim hætti að kostnaði sé haldið í lágmarki með nægilegum afköstum fyrir íslenskar aðstæður.
Lesa meira

Styrkir vegna sauðfjársæðinga – hvati til notkunar á verndandi hrútum

Ákveðið hefur verið að greiða styrki til bænda sem nota hrúta með verndandi og/eða mögulega verndandi arfgerðir. Styrkirnir eru hugsaðir til að hvetja til notkunar á hrútum með þessar arfgerðir og þar með hvetja til innleiðingar á verndandi arfgerðum m.t.t. riðumótstöðu. Matvælaráðuneytið leggur fram fjármagn og mun ráðuneytið einnig sjá um að greiða út styrkina í gegnum Afurð.
Lesa meira

Vel heppnuð afmælisráðstefna RML

Afmælisráðstefna RML var haldin fimmtudaginn 23. nóvember á Hótel Selfossi. Fjöldi gesta sótti ráðstefnuna þar sem hægt var að hlýða á fjölmörg áhugaverð erindi. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Áskoranir og tækifæri í landbúnaði. Kærar þakkir til þeirra gesta sem sóttu ráðstefnuna í tilefni tímamótanna og sérstakar þakkir til fyriresara sem fluttu fjölbreytt erindi. Við munum á næstu dögum og vikum deila með ykkur frekara efni og myndum frá ráðstefnunni.
Lesa meira

Afmælisráðstefna RML 23. nóvember - Hlekkur á streymi kl 10-12:15

Dagsrkrá afmælisráðstefnu RML verður í beinu streymi frá kl. 10-12:15 Með því að smella á hlekkinn er hægt að komast inn á streymið.
Lesa meira

Starfsdagar RML haldnir dagana 22.-24. nóvember á Selfossi

Starfsdagar okkar eru yfirleitt haldnir 1x á ári í byrjun vetrar. Hæst ber á þessum starfsdögum afmælisráðstefnu RML sem er frá kl. 10.00 – 15:15 fimmtudaginn 23. nóvember. Vegna starfsdagana verður takmörkuð eða engin viðvera á flestum starfsstöðum og síminn ekki opinn frá kl. 12.00 miðvikudaginn 22. nóvember.
Lesa meira