Fréttir

Ný uppspretta fundin af ARR genasamsætunni

Staðfest hefur verið að ARR genasamsætan, sem hefur verndandi áhrif gegn riðuveiki, hefur nú fundist í gripum sem óskildir eru Þerununesfénu. Á bænum Vífilsdal í Hörðudal í Dalasýslu, greindist ARR í hrútlambi í haust sem á ekki foreldra sem vitað var að bæru ARR. Í framhaldinu var greint sýni úr móðir hrútsins og reyndist hún bera ARR. Nú er búið að tvígreina bæði hrútinn og móður hans og því ljóst að fundin er ný ættarlína sem ber þennan verndandi breytileika. 
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2023

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2023 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar, www.rml.is. Hér í fyrri hluta þessarar fréttar verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautakjötsframleiðslunni 2023 hafa einnig verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Síðari hluti greinarinnar er helgaður því uppgjöri.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur í Bændahópa er 15. janúar

RML bauð upp á bændahópa að finnskri fyrirmynd í fyrsta skiptið árið 2023 og nú er möguleiki að taka þátt í nýjum hópum 2024. Fjallað var um bændahópana í síðasta Bændablaði og m.a. reynslu bænda sem voru í fyrstu hópunum. Nú geta fleiri tekið þátt í skemmtilegu og uppbyggilegu starfi með öðrum bændum þar sem bændur miðla þekkingu sín á milli og ná árangri saman, með ráðunautum RML.
Lesa meira

Ný naut í ársbyrjun 2024

Í næstu viku koma til notkunar 5 ný naut og til tíðinda verður að teljast að hér er um að ræða fyrstu nautin sem valin voru á stöð á grunni arfgreiningar og erfðamats. Hér er því verið að stíga enn eitt skrefið í innleiðingu erfðamengisúrvalsins. Þessi naut eru; Flammi 22020 frá Króki í Biskupstungum undan Bikar 16008 og 573 Kláusardóttur 14031, Strókur 22023 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Herki 16069 og Brynju 884 Kláusardóttur 14031, Drungi 22024 frá Neðri-Þverá í Fljótshlíð undan Mikka 15043 og 1065 Úranusdóttur 10081, Krummi 22025 frá Neðri-Þverá í Fljótshlíð undan Bússa 19066 og 1169 Piparsdóttur 12007 og Þrymur 22027 frá Stóra-Ármóti í Flóa undan Tanna 15065 og Tröllu 1543 Búkkadóttur 17031. Hér er um að ræða geysiöflug naut sem standa í 112 og 113 í heildareinkunn.
Lesa meira

Fræðslufundur um áburðaráætlanir

Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau. Val áburðartegunda og magn þess sem borið er á þarf m.a. að taka mið af aldri ræktunar, frjósemi jarðvegs, notkun og innihaldi búfjáráburðar og væntingum um uppskerumagn og efnainnihald hennar. Ýmsir þættir geta haft áhrif á nýtingu næringarefna úr áburði s.s. vatnsbúskapur jarðvegs, sýrustig hans og fleira.
Lesa meira

Skýrsluhald - skráning folalda og fleira

Nú í upphafi árs er gott að huga að því hvort eitthvað er ógert varðandi skráningar í WorldFeng. Hér er bent á það helsta sem gott er að fara yfir í heimarétt WF: Er búið að gera grein fyrir fangskráningu? Skráning á fangi er forsenda þess að hægt sé að grunnskrá folöldin sem fæðast í vor. Er búið að merkja við þá fola sem voru geltir í sumar? Er búið að gera grein fyrir afdrifum hrossa? Er litaskráning í lagi? Er búið á setja inn nöfn á þau hross sem hafa verið nefnd?
Lesa meira

Að loknum sæðingum - sæðingastyrkir og skráningar

Segja má að nú hafi verið að ljúka sögulegri sauðfjársæðingavertíð. Mjög stór skref voru nú tekin í innleiðingu verndandi arfgerða og aldrei hefur megin hluti hrútakostsins áður byggst á lambhrútum. Viðtökurnar voru frábærar en í desember 2022 voru sæddar u.þ.b. 18.700 ær, samkvæmt skráningum í Fjárvís en í ár gæti endanlega tala orðið um 30 þúsund, en nú hafa verið skráðar um 27.500 sæðingar.
Lesa meira

Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofum RML

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins sendir bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML verða lokaðar föstudaginn 22. desember. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum milli jóla og nýárs þ.e. 27.-29. desember en síminn er opinn samkvæmt venju 27. -29. desember og hægt að senda okkur tölvupóst á rml(hjá)rml.is Við opnum svo á nýju ári þriðjudaginn 2. janúar 2024.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn nóvember

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að nýliðnum nóvember, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað síðdegis þann 11. desember. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 455 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.315,8 árskúa á búunum 455 reiknaðist 6.443 kg. eða 6.477 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á því 12 mánaða tímabili sem uppgjörið nær yfir. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 53,4.
Lesa meira

Riðuflögg uppfærð í Fjárvís

Í dag voru riðuflöggin uppfærð í Fjárvís í samræmi við það sem kynnt hefur verið í haust varðandi skilgreiningar á næmi allra 6 genasamsæta.  Með þessari uppfærslu koma einnig inn nýjir ferlar varðandi prófanir á gögnunum.  Enn er verið að vinna að því að uppfæra arfgerðarspárnar samkvæmt þessum nýju skilgreiningum þannig að ekki eru komin flögg á alla gripi sem geta fengið flögg út frá arfgerð foreldra en þeirri vinnu ætti að vera lokið fyrir jól.  Nánar er fjallað um þetta í næsta Bændablaði sem kemur út fimmtudaginn 14. desember.
Lesa meira